Innlent

Stjórnarandstaðan ræðir saman

Forystumenn stjórnarandstöðunnar ætla að ræða saman í dag um viðbrögð við niðurstöðu Ríkisendurskoðunar um hæfi forsætisráðherra til að koma að einkavæðingu Búnaðarbankans. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir að niðurstaðan sýni að málflutningur stjórnarandstöðunnar hafi verið ómálefnalegur og innistæðulaus með öllu. Hann gerir enga athugasemd við að forsætisráðherra hafi kynnt niðurstöðuna áður en fjárlaganefnd fékk hana í hendur. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, lýsir furðu sinni á yfirlýsingum formannsins og segir málið hreint ekki til lykta leitt. Menn séu að verða vitni að pólitískum kattaþvotti sem sé að verða regla fremur en undantekning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×