Ógnvænlegt ástand vegna offitu 16. júní 2005 00:01 ;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
;Þetta er ógnvænlegt ástand," segir Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu um þá staðreynd að nær 400 offitusjúklingar skuli vera á biðlista eftir meðferð hjá Reykjalundi og offituvandinn herji á æ fleiri landsmenn, börn og fullorðna. Ludvig Guðmundsson yfirlæknir á Reykjalundi sagði í Fréttablaðinu í gær, að samkvæmt þjónustusamningi við ríkið væri gert ráð fyrir þjónustu við 25 offitusjúklinga á ári. Vegna sívaxandi ásóknar þyrfti Reykjalundur að taka inn 100 - 110 manns á ári, einungis til að sinna brýnustu þörfinni. "Það er vitað að þetta skerðir mjög lífsgæði þessa fólks sem á við þennan sjúkdóm að etja," segir Anna Björg. "Í öðru lagi er það gífurlegur kostnaður fyrir samfélagið ef þessi þróun heldur áfram með öllum þeim sjúkdómum sem fylgja offitu svo og þeirri viðleitni að reyna að ráða bót á meininu." Anna Björg segir, að vitað sé að meðferðin á Reykjalundi, sem oftast leiðir til aðgerðar á Landspítala háskólasjúkrahúsi, skili árangri. Frá faglegu sjónarmiði þurfi því að bregðast við aukinni meðferðarþörf með auknum afköstum á Reykjalundi. "Landlæknisembættið myndi jafnframt vilja leggja áherslu að snúa þessari þróun við með forvörnum, þannig að fólki sem á við þennan vanda að stríða, fækki. Við myndum vilja vinna með börn og ungmenni þannig að dregið yrði úr líkum á því að þau yrðu feitt fullorðið fólk. Þetta er samfélagslegt vandamál og landlæknisembættið vill gjarnan vinna með Lýðheilsustöð að því að fá heilsugæsluna, skólasamfélagið, foreldra og aðra þá sem eru að vinna með börnum og ungmennum til veita þeim stuðning til heilsusamlegs lífs. Þess ber að geta að ríkisstjórnin hefur falið Lýðheilsustöð að móta aðgerðaáætlun gegn þessari offituþróun." Anna Björg bætir við að hvetja þurfi markaðinn til að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir að hann beri nokkra ábyrgð á þróun mála. Gífurlegur þrýstingur sé á börn og unglinga til að neyta alls konar óhollustu hvort sem sé í formi matar eða drykkjar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira