Innlent

Gefur kost á sér í formennsku SUS

Borgar Þór Einarsson lögfræðingur hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna. Borgar Þór er þrítugur og hefur sinnt margvíslegum félags- og trúnaðarstörfum. Hann var kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi í síðustu Alþingiskosningum, var aðstoðarmaður menntamálaráðherra 2003 til 2004, sat í stjórn Heimdallar árin 1999 til 2001 og var formaður Þórs á Akranesi 1994 til 1995. Þá var Borgar formaður Vöku veturinn 2001-2002, en þann vetur vann Vaka sinn fyrsta sigur í kosningum til Stúdentaráðs í ellefu ár. Hann er einnig stofnandi og annar ritstjóra vefritsins Deiglunnar. Núverandi formaður SUS er Hafsteinn Þór Hauksson. Þing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður líklega í september, en staðsetning liggur ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×