Innlent

Kosið um sameiningu Ölfuss og Flóa

Hafin er vinna að undirbúningi um sameiningu Ölfuss og Flóa en kosið verður um sameiningu í byrjun október. Farið verður í kosningarnar í framhaldi af samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðuneytisins um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Kosið verður um sameiningu Árborgar, Hraungerðishrepps, Hveragerði, Gaulverjabæjarhrepps, Villingaholtshrepps og Ölfuss. Nefnd mun sjá um að kynna bæði kosti og galla fyrir íbúum sveitarfélaganna. Markmiðið er að koma af stað umræðu og leggja síðan sameiningartillöguna í dóm kjósenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×