Mismunandi þjóðhátíðir 21. júní 2005 00:01 "Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
"Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei. Það er kominn sautjándi júní." Fyrir mér er í laginu er mjög sterk minning um bragðið af brjóstsykursnuði og hljóðið sem heyrist þegar helíumblöðrur eru blásnar upp. Sautjándi júní, hátíð barnanna, þar sem allir fara niður í bæ og fá illt í magann af því að hafa borðað allt of mikið af fáránlegum sætindum. Á fyrrihluta unglingsára minna hafði sautjándi júní líka mjög ákveðna merkingu. Jú, það var dagurinn sem bókstaflega allir duttu í það. Tilgangur sautjánda júní var að fá sér Breezer í fyrsta eða annað skipti og vona að vinir foreldra manns héldu sig heima út kvöldið eða bara týndust í mannfjöldanum. Í seinni tíð hef ég reynt að forðast þessa merkingu sautjánda júní með því að halda mig heimavið þegar líða tekur á kvöldið. Í rauninni hef ég eiginlega farið að forðast sautjánda júní frá upphafi til enda. Undanfarin ár hef ég haldið mig heima eða í mesta lagi hypjað mig í bæinn, bara til að geta sagst hafa gert það, og hlaupið strax aftur heim hundfúl yfir að hafa látið undan hópþrýstingingnum. Það er bara eitthvað við þennan kúltúr sem ég þoli ekki. Dagurinn undirlagður af grenjandi börnum á sykurtrippi og kvöldið heltekið af aðeins eldri börnum sem grenja í það skiptið af því þau drukku aðeins of mikið eða jafnvel allt of mikið. Að þessu sinni átti ég þó ekki val um að fara "niður í bæ" á sautjánda júní. Ég upplifði öðruvísi sautjánda júní á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Þessir Íslendingar, eins og þeir svo ákveðið kalla sig sjálfir, líta á daginn sem einhvers konar sameiningartákn. Á sautjánda júní kemur fólkið saman, borðar pönnukökur með kanadísku hlynsýrópi, heita hunda og brauð með "hænsnakjöti og hnotum" og heldur veislu, kannski ekkert ósvipað og við gerum. Það sem var þó sérstakast við daginn minn var að ég fór að hugsa. Á tónleikunum í Winnipeg að kvöldi sautjánda júní söng ég lag við texta eftir Jón Óskar sem heitir Vorkvæði um Ísland. Verkið var samið fyrir lýðveldishátíðina 1994 og endar svona: "Þann dag er landið hvíta varð frjálst". Á þessum degi sem ég hálfpartinn þoli ekki fyrir að vera það sem hann er fór ég allt í einu að hugsa um hvort hann væri ekki eitthvað miklu meira. Ég fór að hugsa um að bara fyrir sextíu og einu ári hafði sautjándi júní svo miklu meiri þýðingu fyrir fólkið en bara að fara á fyllerí og leika með blöðrur. Þótt áreiðanlega hafi eitthvert fólk orðið mjög fullt þann dag árið 1944 þá fór enginn að gráta útaf því að Spiderman flaug út í veður og vind. Þá snérist dagurinn um eitthvað meira og eitthvað alveg stórkostlegt meira. Nefnilega það að Ísland varð sjálfstæð þjóð. Fyrir hvern og einn virðist sautjándi júní hafa sjálfstæða merkingu umfram sjálfstæðið sem hann stendur fyrir. Einhversstaðar á því sextíu og eina ári sem við höfum haldið upp á daginn gleymdum við hvað hann stendur fyrir og fórum að skálda það upp hvert í sínu horni. Einhverjir gætu sagt að sú sjálfstæða merking sem hver og einn leggur í sinn sautjánda júní sé það mest spennandi við daginn. Sjálfstæð merking einmitt það sem sjálfstæðisafmælið ætti að kalla fram í fólki. Því er ég hreint ekki sammála. Mér finnst ég ekki vera nein þjóðernisremba þegar ég græt þá staðreynd að fólk gleymi eiginlegri merkingu sautjánda júní. Mér finnst ég ekki vera að setja mig á háan hest eða að ýta undir óeðlilega rembu þegar ég lýsi þeirri skoðun minni að þjóðhátíðardagurinn eigi að vera annað og meira en sykurfrauð og þriggja daga helgi. Sama hvað við gerum til að skemmta okkur þennan dag megum við ekki gleyma tilgangi hans. Hvernig sem við fögnum snúast hátíðarhöldin á sautjánda júní um sjálfstæðið - þann dag sem Ísland varð frjálst. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun