Innlent

Í forsæti Eystrasaltsráðsins

Ísland tekur við formennsku í Eystrasaltsráðinu í fyrsta sinn þann 1. júlí næstkomandi og mun gegna formennskunni í eitt ár. Helstu áhersluatriðin í formennskutíð Íslands verða samvinna aðildarríkja á sviði orku- og umhverfismála, samvinna Eystrasaltsráðsins við önnur svæðisbundin samtök og efling á starfi nefnda um efnahagssamvinnu og um málefni barna. Ennfremur verður lögð áhersla á að efla samvinnu þingmanna á svæðinu og á aukna samvinnu við Úkraínu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×