Rússnesk peningaþvottavél Hafliði Helgason skrifar 22. júní 2005 00:01 Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Neikvæð umræða um íslenska fjárfesta hefur hjaðnað í Danmörku upp á síðkastið eftir að hafa verið nokkur á tímabili. Berlingske Tidende gekk lengst í neikvæðum skrifum um Íslendinga og reyndi að draga upp þá mynd að hér væri á ferðinni spilaborg þar sem dyggði að hreyfa eitt spil til þess að hún hryndi. Rangfærslurnar og skortur á eðli íslensks viðskiptalífs voru sláandi og blaðamennirnir skemmtu sér við skrifin og skelltu skollaeyrum við öllum leiðréttingum. Nú hafa breskir fjölmiðlar tekið við. Að undanförnu hafa þeir leitað skýringa á útrás íslenskra fjárfesta í Bretlandi. Nýjasta kenningin er sú að hér sé stundaður peningaþvottur fyrir rússnesku mafíuna. Þessi umræða eins fyndin og fjarstæðukennd og hún kann að hljóma getur verið skaðleg. Það er því mikilvægt að bæði utanríkisþjónustan og fleiri komi til skila hverjar séu raunverulegar ástæður þess að Íslendingar hafa kraft til að kaupa stór fyrirtæki erlendis. Fyrst er kannski að nefna að við erum meðal ríkustu þjóða heims. Hér eru þjóðartekjur á mann mjög háar. Í annan stað höfum við borið gæfu til þess að byggja upp söfnunarlífeyrissjóðskerfi. Íslenskir lífeyrissjóðir ávaxta nú yfir þúsund milljarða króna og sökum þess að meðalaldur þjóðarinnar er lágur miðað við aðrar þjóðir eru eignirnar enn í örum vexti. Næst ber að nefna einkavæðingu bankanna sem setti mikinn kraft í efnahagslífið og svo að hér er mikill hvati fyrir fyrirtæki að gera strandhögg í útlöndum. Íslenskur markaður er einfaldlega það lítill að menn verða að horfa í kringum sig til þess að fyrirtækin haldi áfram að vaxa. Stærri þjóðir finna ekki hjá sér slíka hvöt í sama mæli. Allt þetta hefur lagt lóð á vogarskálar útrásarinnar. Þeir sem nú fara fremstir í fjárfestingum erlendis hafa ekki sprottið upp eins og gorkúlur. Actavis, Baugur, Bakkavör og KB banki hafa verið í markvissri uppbyggingu og sókn um nokkurra ára skeið. Félagarnir í Samson eiga forsögu í erfiðum rekstri í Rússlandi og árangurinn þar gaf þeim það afl sem þeir þurftu til að komast á flug. Það er hins vegar bara síðasta árið sem athygli fjölmiðla í Bretlandi hefur beinst að Íslendingum og þegar þessi forsaga er ekki kunn, þá fara menn að draga alls konar undarlegar ályktanir. Kaup íslenskra fyrirtækja í Bretlandi hafa upp á síðkastið verið fjármögnuð að stórum hluta af breskum bönkum. Það þýðir einfaldlega að þessi fyrirtæki og forkólfar þeirra hafa öðlast traust breskra banka. Baugur og Bakkavör fengu gríðarlegar fjárhæðir að láni til kaupa á Big Food og Geest. Það hefðu þessi fyrirtæki ekki fengið nema að hafa sannað getu sína til að takast á við stór verkefni. Breskir bankar eru eins og aðrir að reyna að koma peningunum sínum í vinnu, en þeir eru fráleitt peningaþvottavélar fyrir rússnesku mafíuna og ef þeir væru það þyrftu þeir varla á aðstoð Íslendinga að halda við þvottinn. Umræða sem þessi, ef hún nær að festa sig í sessi getur verið stórskaðleg og fær aukinn þunga ef á móti blæs. Og það mun sannarlega einhvern tímann blása á móti. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir að þessi mýta verði langlíf, því máttur mýtunnar er mikill. Svo mikill að nái hún miklum styrk er ómögulegt fyrir alla heimsins skynsemi að kveða hana niður.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinnn.is
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun