Peningar hrannast upp hjá öðrum 23. júní 2005 00:01 Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. Um síðustu áramót áttu 200 stofnanir og aðrir fjárlagaliðir ónýttar fjárheimildir upp á 18 milljarða króna og þá er ekki byrjað að telja fyrr en komið er yfir fjögur prósent umfram fjárheimildir, eða yfir fráviksmörkin, þannig að rauntalan sem þannig hefur safnast upp í ónýttum fjárheimildum er nær 20 milljörðum króna. Þetta er svo sem gott og blessað í ljósi þess að þessar stofnanir hafa ekki farið fram úr fjárlögum, heldur þvert á móti. Hins vegar bendir Ríkisendurskoðandi á að umfang þessara umframheimilda sem hlaðast nú upp sé orðið það mikið að það dragið úr gagnsæi eða skýrleika fjárlaganna og þeirra fjárheimilda sem Alþingi samþykkir árlega. Eins og fréttastofan greindi frá í gær má Alþingi vera ljóst í tilvikum sumra stofnana að þær muni fara fram úr fjárlögum, án þess að Alþingi hækki fjárveitinguna til samræmis við raunveruleikann. En áðurnefnd dæmi sýna að Alþingi lokar líka augunum í hina áttina, eða samþykkir miklu hærri fjárveitingar til sumra, þótt fyrir liggi að þeir þurfi ekki nema hluta af þeim til rekstursins. Varðandi framúrkeyrsluna segir Ríkisendurskoðandi að alvarlegur misbrestur sé á framkvæmd fjárlaga en engar athugasemdir eru gerðar þegar stofnanir eyða of litlu miðað við fjárlög. Ekki kemur fram hvort athugað hefur verið hvort þær stofnanir eru að rækja hlutverk sitt sem skyldi, þrátt fyrir litla eyðslu. En grípum nú aftur niður í þær athugasemdir Ríkisendurskoðanda að fjárlög séu ekki nægilega gagnsæ eða skýr og skoðum enn eina skýringu á því með því að grípa niðri í skýrslunni þar sem segir: „Forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa glímt við fjárhagsvand, þ.e.a.s. gjöld umfram heimilaðar fjárveitingar, bentu á að þeir hefðu hvað eftir annað rætt við fulltrúa ráðuneyta sinna til að fara yfir málin. Stundum hefðu þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytið þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið, pólitískt séð, erfitt að réttlæta. Enda þótt slíkar óskir ráðuneyta séu sjaldnast settar fram skriflega telji forstöðumennirnir sig vera í góðri trú um að ráðuneytið sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist á næstu fjárlögum.“ Eftir standa þá spurningarnar: Hver er að gera rangt og hver er að gera rétt? Og einnig, hver á að skamma hvern og fyrir hvað? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Á sama tíma og rekstrarhalli margra ríkisstofnana hleðst upp ár frá ári vegna útgjalda umfram heimildir í fjárlögum hrannast upp peningar hjá öðrum ríkisstofnunum sem ár eftir ár fá fjárveitingar langt umfram fjárþörf. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisendurskoðanda um framkvæmd fjárlaga. Um síðustu áramót áttu 200 stofnanir og aðrir fjárlagaliðir ónýttar fjárheimildir upp á 18 milljarða króna og þá er ekki byrjað að telja fyrr en komið er yfir fjögur prósent umfram fjárheimildir, eða yfir fráviksmörkin, þannig að rauntalan sem þannig hefur safnast upp í ónýttum fjárheimildum er nær 20 milljörðum króna. Þetta er svo sem gott og blessað í ljósi þess að þessar stofnanir hafa ekki farið fram úr fjárlögum, heldur þvert á móti. Hins vegar bendir Ríkisendurskoðandi á að umfang þessara umframheimilda sem hlaðast nú upp sé orðið það mikið að það dragið úr gagnsæi eða skýrleika fjárlaganna og þeirra fjárheimilda sem Alþingi samþykkir árlega. Eins og fréttastofan greindi frá í gær má Alþingi vera ljóst í tilvikum sumra stofnana að þær muni fara fram úr fjárlögum, án þess að Alþingi hækki fjárveitinguna til samræmis við raunveruleikann. En áðurnefnd dæmi sýna að Alþingi lokar líka augunum í hina áttina, eða samþykkir miklu hærri fjárveitingar til sumra, þótt fyrir liggi að þeir þurfi ekki nema hluta af þeim til rekstursins. Varðandi framúrkeyrsluna segir Ríkisendurskoðandi að alvarlegur misbrestur sé á framkvæmd fjárlaga en engar athugasemdir eru gerðar þegar stofnanir eyða of litlu miðað við fjárlög. Ekki kemur fram hvort athugað hefur verið hvort þær stofnanir eru að rækja hlutverk sitt sem skyldi, þrátt fyrir litla eyðslu. En grípum nú aftur niður í þær athugasemdir Ríkisendurskoðanda að fjárlög séu ekki nægilega gagnsæ eða skýr og skoðum enn eina skýringu á því með því að grípa niðri í skýrslunni þar sem segir: „Forstöðumenn ríkisstofnana sem hafa glímt við fjárhagsvand, þ.e.a.s. gjöld umfram heimilaðar fjárveitingar, bentu á að þeir hefðu hvað eftir annað rætt við fulltrúa ráðuneyta sinna til að fara yfir málin. Stundum hefðu þeir lagt til sparnaðaraðgerðir en ráðuneytið þá beðið þá um að staldra aðeins við. Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerðingu á þjónustu sem geti verið, pólitískt séð, erfitt að réttlæta. Enda þótt slíkar óskir ráðuneyta séu sjaldnast settar fram skriflega telji forstöðumennirnir sig vera í góðri trú um að ráðuneytið sjái til þess að viðbótarfjárheimild fáist á næstu fjárlögum.“ Eftir standa þá spurningarnar: Hver er að gera rangt og hver er að gera rétt? Og einnig, hver á að skamma hvern og fyrir hvað?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira