Fjármálaeftirlitið hótar húsleit 26. júní 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit. Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Fjármálaeftirlitið telur að stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar kunni að hafa brotið lög með því að mynda hóp með samstilltum aðgerðum. Eftirlitið hótar stofnfjáreigendum dagsektum og að leitað verði að gögnum, og á þau lagt hald, þyki þess þörf við upplýsingaöflun. Á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar í apríl komst ný stjórn til valda. Stjórn sem tók þá afstöðu að standa ekki í vegi fyrir því ef stofnfjáraðilar vildu framselja bréf sín. Í kjölfarið hefur spurst út að að stofnfjáreigendum hafi borist tilboð upp á tæpar 50 milljónir í 200 þúsund króna hluti sína frá ónafngreindum aðila. Þá hefur sá orðrómur gengið að 30 af 47 stofnfjáreigendum hafi þegar gengið frá slíkum kaupum en því hafnar stjórn sjóðsins. Í bréfi sem stofnfjáreigendunum barst frá Fjármáleftirlitinu er vísað í lög um fjármálafyrirtæki sem kveða á um að aðilum sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki beri að leita fyrirfram samþykkis frá Fjármálaeftirlitinu. Með virkum eignarhlut er átt við beina eða óbeina hlutdeild í fyrirtæki sem haft getur veruleg áhrif á stjórnun þess. Hvers konar samstilltar aðgerðir, hverju nafni sem þær nefnist, kunni að falla undir virka eignaraðild. Það sem Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar er hvort virkur eignarhlutur sé til staðar í Sparisjóðnum, meðal annars með hliðsjón af aðdraganda aðalfundar sparisjóðsins, aðalfundinum sjálfum og málatilbúnaði að öðru leyti. Jafnframt vill Fjármálaeftirlitið upplýsingar um hvort stofnfjáreigendur hafi fyrirætlanir um sölu stofnfjár eða hvort slík sala hafi átt sér stað, hvort þeir hafi fengið tilboð og hvort þeim sé kunnugt um slíkt samkomulag eða tilboð. Þeim er gert að svara þessum spurningum fyrir 30. júní. Auk þess sér Fjármálaeftirlitið ástæðu til að minna stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar á að heimilt sé að beita dagsektum og leit og hald á gögnum við upplýsingaöflun og eftirlit.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira