Er enski boltinn jaðarsport? 28. júní 2005 00:01 Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Sjá meira
Síminn á eitt öflugasta dreifikerfi landsins fyrir sjónvarpsútsendingar sem heitir breiðbandið. Og nú hefur Síminn fest kaup á enska boltanum, einu vinsælasta sjónvarpsefninu á markaðnum. Allajafna ætti það ekki að valda neinum vandkvæðum en breiðbandið er fjarri því gallalaust. Óski einhver þess að tengjast breiðbandinu heima hjá sér er það háð því að breiðbandskapallinn sé tengdur viðkomandi húsi. Og sé það ekki tilfellið, verður viðkomandi aðili hreinlega að bíða þar til það er gert. Það er ekki hægt að panta kapalinn heim. Það er langur vegur frá því að allir eigi þess kost að tengjast breiðbandinu, hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. En sem betur fer fyrir áhugamenn um enska boltann ætlar Síminn að dreifa efninu um ADSL-merki sem næst í gegnum flest símatengi landsins. Það þarf bara að panta það og er dreifingin á ADSL-merkinu mun betri en í tilfelli breiðbandsins. Þar með mætti halda því fram að vandinn sé leystur. Síminn ætlar að bjóða upp á fleiri leiki en nokkru sinni áður hefur þekkst, um 350 leiki á einu tímabili. Frábært fyrir alla áhugamenn um enska boltann. En ég set stór spurningamerki um sjónvarp um ADSL eins og það heitir. Það er eitt að dreifa sjónvarpsútsendingum með slíkum hætti sem annars væri hægt að nálgast annars staðar eða þá efni sem teldist ekki sérstaklega vinsælt. Enski boltinn hefur verið jafn lengi á Íslandi og íslenskt sjónvarp. Hann er hluti af íslensku þjóðlífi enda gífurlega margir sem fylgjast með. En nú er hann kominn í jaðarinn. Það er ekki vitlaust að hafa enska boltann á stað þar sem hann traðkar ekki á öðru dagskrárefni. Þar, eins og öllu öðru íþróttaefni, líður honum best. En það verður þá að hafa boltann aðgengilegan fyrir alla. Það er mín skoðun að með núverandi fyrirkomulagi sé það ekki tilfellið. Til þess að geta tekið á móti sjónvarpi um ADSL þarf sérstakan beini sem getur breytt merkinu sem kemur með símasnúrunni þannig að sjónvarpið geti tekið á móti því. Þeir sem eru nú þegar með internettengingu heima hjá sér þurfa því að skipta um beini og þeir sem eiga ekki tölvu þurfa nú að fá móttökubúnað fyrir internetið heim til sín. Þess utan þarf sérstakan myndlykil til að flakka á milli rása. Semsagt enn ein fjarstýringin á sófaborðið. Og eins og gefur að skilja þá fylgir enski boltinn aðeins ADSL-merki frá Símanum. Sem þýðir að viðskiptavinir annarra internetþjónustuaðila þurfa að færa viðskipti sín til Símans. Miðað við samkeppnina á markaðnum eru það ósköp venjulegir viðskiptahættir. En mér finnst mjög sorglegt að áhugamenn um enska boltann þurfa nú að krukka í internetviðskiptum sínum bara til að fá boltann heim í stofu. Margir eru skuldbundnir öðrum fyrirtækjum og þurfa nú að greiða "lausnargjald" til að fría sig undan þeim kvöðum. Það skal þó tekið fram að það er nóg að breyta hluta áskriftarinnar til að geta tekið við enska boltanum. Hægt er að breyta ASDL-línunni sem kemur inn á heimilið þannig að hún tengist Símanum en sjálf internetáskriftin getur áfram verið hjá þeim aðila sem var fyrir. Engu að síður þarf nýjan beini frá Símanum. Það er hætt við því að margir hristi hausinn yfir þessari hringavitleysu og er það engin furða. Eflaust er það tímanna tákn að enski boltinn skuli vera kominn á "netið" en á meðan að Síminn getur ekki boðið upp á betri móttökumöguleika bið ég frekar um Bjarna Fel á gömlu góðu Rúv á laugardagseftirmiðdögum. Það skal tekið fram að grein þessi er fyrst og fremst skrifuð af áhugamanni um enska boltann. Greinarhöfundur er starfsmaður 365 prentmiðla sem er í eigu Og Vodafone, helsta samkeppnisaðila Símans. Eiríkur Stefán Ásgeirsson - eirikurst@frettabladid.is
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun