Jón Gerald í meiðyrðamál 2. júlí 2005 00:01 "Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
"Ég hafði ekki séð ákæruna þegar ég vann álitsgerðina, bara þau skjöl málsins sem voru tiltæk þann 8. júní og var það nægilegt til þess að meta málsatvik. Ég stend við hvert orð sem stendur í álitsgerðinni og vil ekki tjá mig frekar um málið því ég ætlast til þess að það fari fram fyrir dómsstólum en ekki í fjölmiðlum," segir Jónatan Þórmundson lagaprófessor um álitsgerð sem hann samdi að beiðni Baugs Group hf.. Álitsgerðin fjallar um rannsókn Ríkislögreglustjóra á málefnum fyrirtækisins en ákæra í 40 liðum á hendur sex manns tengdum Baugi var gefin út á föstudag. Í álitsgerðinni segir Jónatan litlar líkur á að sexmenningarnir verði sakfelldir vegna auðgunarbrota en að líklegt sé að Baugur blási til málssóknar á hendur ríkinu og rökstyður Jónatan þá skoðun sína í þremur liðum og eru þau helstu að óeðlilega mikið samkrulll hafi verið milli rannsóknar-og ákæruvalds við rannsókn málsins. Auk þess segir Jónatan í álitsgerðinni að við upphaf rannsóknar á Baugsmálinu hafi allt byggst "á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings, sem bersýnilega bar keim af hefndaraðgerð." Þessi ummæli Jónatans vísa til Jóns Gerald Sullenberger sem lagði fram kæru á hendur Baugi í ágúst 2002. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær kom svo fram að Jón Gerald ætlar að höfða mál á hendur Jónatani vegna þessara ummæla. Áður hafði Jón Gerald tilkynnt að hann ætlaði í skaðabótamál við forstjóra Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, vegna rofs Jóns Ásgeirs á samkomulagi um fjölmiðlabindindi sem þeir gerðu sín á milli á meðan rannsókn á málefnum Baugs stæði yfir. Jónatan Þórmundsson vildi ekki tjá sig um það á hvaða upplýsingum hann byggði efnistök álitsgerðarinnar eða ummæli sín um Jón Gerald. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Jón Gerald ekki búinn að ráða sér lögmann vegna þessara mála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira