Engin stórviðskipti í hálft ár 10. júlí 2005 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í viðtali við breska dagblaðið Sunday Times í gær að kaup á stórum breskum verslunarkeðjum verði látin bíða meðan nafn hans verði hreinsað. Hann muni þó áfram standa að minni kaupum sem ekki veki jafnmikla athygli og segist til að mynda vera að skoða tískuvöruverslunina Jane Norman um þessar mundir. Jón segist búast við að dómur falli í málinu í lok ársins og kveðst í viðtalinu sannfærður um að nafn sitt verði hreinsað. Jón segir síðustu viku hafa verið helvíti líkasta og þá verstu sem hann hafi upplifað á viðskiptaferli sínum. Hann og Hreinn Loftsson séu þó ekki bitrir út í fyrrverandi viðskiptafélaga í Somerfield-hópnum og að samstarfsslitin hafi verið vingjarnleg. Staðan hafi verið viðkvæm og hin fyrirtækin hafi viljað verja ímynd sína. Jón bætir því einnig við að frá árinu 1998 hafi Baugur gert 45 samninga án vandkvæða. "Við höfum virt alla samninga og munum gera það áfram," segir hann. Þá segir Jón að Baugur hafi fullan stuðning viðskiptabanka sinna og að stjórn Baugs standi að baki honum. Viðtalið við Jón hefur vakið nokkra athygli í öðrum breskum fjölmiðlum og einnig hafa fjöldamargir bandarískir miðlar sagt frá því. Kæran og málefni Baugs vekja mikla athygli erlendis og einhverjir fjölmiðlar draga upp reyfarakennda mynd af íslenskum viðskiptum með því að greina frá hálfkveðnum vísum um sambandsslit, pólitíska óvild, rússneskt fjármagn og fleira þvíumlíkt í tengslum við málið. Þá segir The Independent að Baugsmálið geti haft víðtæk áhrif fyrir önnur íslensk félög sem starfa erlendis. Ekki liggur enn fyrir neitt um það hvenær kæruatriðin gegn Baugi verða gerð opinber. Jón Ásgeir hefur ekki enn tjáð sig við íslenska fjölmiðla um ákærurnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur E. coli í frönskum osti Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira