Sprengjurnar víkja fyrir söguþræði 11. júlí 2005 00:01 Fyrir okkur sem finnst gaman að fara í bíó eru sumarkvikmyndirnar áhættusamur iðnaður. Þar er Hollywood í gírnum og framleiðir kvikmyndir með mikið af áhættuatriðum, svölum náunga og einni fallegri konu. Ef marka má þær myndir sem við höfum fengið að sjá í ár virðist þó sem Hollywood sé að veðja á einhvern annan hest. Upphaf þessara svokölluðu "summerblockbusters" má ef til vill rekja til Jaws, þótt sú mynd sé langt frá því að vera "hefðbundin" sumarmynd. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum 20. júní árið 1975 og skilaði sjö milljónum bandaríkjadala sína fyrstu helgi. Þótt Spielberg sé vissulega einn af kóngunum í Hollywood er hann ekki konungur sumarmyndanna. Þeir Don Simpson og Jerry Bruckheimer gera tvímælalaust tilkall til þeirrar kórónu, þótt Simpson sé farinn yfir móðuna miklu. Þeir MTV-væddu Hollywood kvikmyndirnar þannig að myndir þeirra urðu smám saman eins og níutíu mínútna tónlistarmyndbönd. Þeir félagar fengu unga leikstjóra til liðs við sig en þeirra þekktastur er sennilega Michael Bay. Hann á myndir eins og The Rock, Bad Boys, Armageddon og Pearl Harbour að baki. Hasarmyndir með einföldum söguþræði þar sem "sló mó" senur og bílveltur skipta meginmáli. Don Simpson lét hafa eftir sér að það væri vissulega mikilvægt að vinna Óskarsverðlaun, ekki vegna viðurkenningarinnar heldur gætu þau þýtt milljónir í viðbót í miðasölukassann. Þá sagði hann ennfremur að þeir væru ekki skyldugir til þess að gera list né vera með einhverja yfirlýsingu. "Eina skyldan sem við höfum er að græða peninga." Þessi hugsjón skilaði sér heldur betur því þeir félagar gerðu hverja metsölumyndina af fætur annarri. Top Gun, Flashdance og Beverly Hills Cop verða varla myndir sem minnst verður fyrir listrænt innsæi eða flóknar fléttur. Þetta eru engu að síður meðal vinsælustu kvikmynda sögunnar. Þessar gerðir af myndum eru þó víðsfjarri í ár og vekur það upp þá spurningu hvort Hollywood sé loksins að segja skilið við MTV-væðinguna, blessunarlega gætu sumir sagt. Mynd Michael Bay,The Island, verður fyrsta myndin sem hann gerir án fulltingis Bruckheimer. Þar að auki eru aðalleikarnir tveir, Ewan McGregor og Scarlett Johansson þekkt fyrir leikhæfileika sína en ekki líkamsburði. Sumarmyndirnar í ár eru óvenjulegar að því leyti að þær eru dökkar í yfirbragði, fjalla um undirmálsfólk eða gera upp sakirnar við lærimeistara sína. Fyrsta sumarmyndin sem kom í hús var síðasta Stjörnustríðið. Eftir að George Lucas hafði mistekist að fá gamla Stjörnustríðsnirði til liðs við sig með fremur lélegum framhaldsmyndum var allt lagt undir fyrir síðustu myndina. Áhættan skilaði árangri og úr varð heldur dökk og ofbeldisfull mynd. Eftir að Anakin og Obi - Wan höfðu barist á banaspjótum var komið að "dæmigerðri" Hollywood mynd, Mr & Mrs. Smith. Hún skartaði Brad Pitt og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum og ekkert var til sparað. Myndin reyndist fín skemmtun en fer vart í sögubækurnar sem sumarsmellur. Leðurblökumaðurinn var næstur á sviðið en töluverð spenna var fyrir þá mynd enda tæpur áratugur síðan Hollywood gekk af honum dauðum. Í ljós kom að glamúrinn, sem Hollywood hafði smurt ofan á þennan myrka einfara, hafði nú fengið að fjúka fyrir hálfgeðveikum milljarðamæringi. Myndin sló í gegn. War of the Worlds kom svo í kjölfarið. Þrátt fyrir að Spielberg og Cruise hafi valdið vonbrigðum með þessari mynd er hún alls ekki slæm. Hún er bara alls ekki jafn góð og vonast hafði verið eftir. Hún er merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í Spielberg-mynd eru geimverurnar ekki komnar til að eignast vini. Hvort Spielberg hafi verið með hugann við næsta verkefni sitt sem á að fjalla um gíslatökuna í Munchen skal ósagt látið. War of the Worlds gerði einfaldlega ekki það sem hún átti að gera. Sin City er sú mynd sem gæti staðið uppi sem sigurvegari sumarsins. Hún hefur nú þegar velt War of the Worlds úr toppsætinu hér heima. Þá hefur hún fengið góða dóma hjá gagnrýnendum víða um heim. Tvær myndir eiga enn eftir að koma. The Fantastic Four og The Island. Sú síðarnefnda lítur vel út en sú fyrrnefnda gæti verið fíaskó sumarsins. Spurning hvort það er pláss fyrir fleiri ofurhetjur. Þá má ekki gleyma teiknimynd sumarsins sem að þessu sinni er Madagasgar en hún sló heldur betur í gegn vestra. Það skyldi engin vanmeta teiknaðar hetjur, það hefur Shreck sýnt svo um munar. Sumarmyndirnar í ár bera því þó vitni að sífellt minna fer fyrir innihaldslausu þvaðri. Sprengjurnar virðast smám saman vera að víkja fyrir söguþræðinum. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir okkur sem finnst gaman að fara í bíó eru sumarkvikmyndirnar áhættusamur iðnaður. Þar er Hollywood í gírnum og framleiðir kvikmyndir með mikið af áhættuatriðum, svölum náunga og einni fallegri konu. Ef marka má þær myndir sem við höfum fengið að sjá í ár virðist þó sem Hollywood sé að veðja á einhvern annan hest. Upphaf þessara svokölluðu "summerblockbusters" má ef til vill rekja til Jaws, þótt sú mynd sé langt frá því að vera "hefðbundin" sumarmynd. Hún var frumsýnd í Bandaríkjunum 20. júní árið 1975 og skilaði sjö milljónum bandaríkjadala sína fyrstu helgi. Þótt Spielberg sé vissulega einn af kóngunum í Hollywood er hann ekki konungur sumarmyndanna. Þeir Don Simpson og Jerry Bruckheimer gera tvímælalaust tilkall til þeirrar kórónu, þótt Simpson sé farinn yfir móðuna miklu. Þeir MTV-væddu Hollywood kvikmyndirnar þannig að myndir þeirra urðu smám saman eins og níutíu mínútna tónlistarmyndbönd. Þeir félagar fengu unga leikstjóra til liðs við sig en þeirra þekktastur er sennilega Michael Bay. Hann á myndir eins og The Rock, Bad Boys, Armageddon og Pearl Harbour að baki. Hasarmyndir með einföldum söguþræði þar sem "sló mó" senur og bílveltur skipta meginmáli. Don Simpson lét hafa eftir sér að það væri vissulega mikilvægt að vinna Óskarsverðlaun, ekki vegna viðurkenningarinnar heldur gætu þau þýtt milljónir í viðbót í miðasölukassann. Þá sagði hann ennfremur að þeir væru ekki skyldugir til þess að gera list né vera með einhverja yfirlýsingu. "Eina skyldan sem við höfum er að græða peninga." Þessi hugsjón skilaði sér heldur betur því þeir félagar gerðu hverja metsölumyndina af fætur annarri. Top Gun, Flashdance og Beverly Hills Cop verða varla myndir sem minnst verður fyrir listrænt innsæi eða flóknar fléttur. Þetta eru engu að síður meðal vinsælustu kvikmynda sögunnar. Þessar gerðir af myndum eru þó víðsfjarri í ár og vekur það upp þá spurningu hvort Hollywood sé loksins að segja skilið við MTV-væðinguna, blessunarlega gætu sumir sagt. Mynd Michael Bay,The Island, verður fyrsta myndin sem hann gerir án fulltingis Bruckheimer. Þar að auki eru aðalleikarnir tveir, Ewan McGregor og Scarlett Johansson þekkt fyrir leikhæfileika sína en ekki líkamsburði. Sumarmyndirnar í ár eru óvenjulegar að því leyti að þær eru dökkar í yfirbragði, fjalla um undirmálsfólk eða gera upp sakirnar við lærimeistara sína. Fyrsta sumarmyndin sem kom í hús var síðasta Stjörnustríðið. Eftir að George Lucas hafði mistekist að fá gamla Stjörnustríðsnirði til liðs við sig með fremur lélegum framhaldsmyndum var allt lagt undir fyrir síðustu myndina. Áhættan skilaði árangri og úr varð heldur dökk og ofbeldisfull mynd. Eftir að Anakin og Obi - Wan höfðu barist á banaspjótum var komið að "dæmigerðri" Hollywood mynd, Mr & Mrs. Smith. Hún skartaði Brad Pitt og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum og ekkert var til sparað. Myndin reyndist fín skemmtun en fer vart í sögubækurnar sem sumarsmellur. Leðurblökumaðurinn var næstur á sviðið en töluverð spenna var fyrir þá mynd enda tæpur áratugur síðan Hollywood gekk af honum dauðum. Í ljós kom að glamúrinn, sem Hollywood hafði smurt ofan á þennan myrka einfara, hafði nú fengið að fjúka fyrir hálfgeðveikum milljarðamæringi. Myndin sló í gegn. War of the Worlds kom svo í kjölfarið. Þrátt fyrir að Spielberg og Cruise hafi valdið vonbrigðum með þessari mynd er hún alls ekki slæm. Hún er bara alls ekki jafn góð og vonast hafði verið eftir. Hún er merkileg fyrir þær sakir að í fyrsta skipti í Spielberg-mynd eru geimverurnar ekki komnar til að eignast vini. Hvort Spielberg hafi verið með hugann við næsta verkefni sitt sem á að fjalla um gíslatökuna í Munchen skal ósagt látið. War of the Worlds gerði einfaldlega ekki það sem hún átti að gera. Sin City er sú mynd sem gæti staðið uppi sem sigurvegari sumarsins. Hún hefur nú þegar velt War of the Worlds úr toppsætinu hér heima. Þá hefur hún fengið góða dóma hjá gagnrýnendum víða um heim. Tvær myndir eiga enn eftir að koma. The Fantastic Four og The Island. Sú síðarnefnda lítur vel út en sú fyrrnefnda gæti verið fíaskó sumarsins. Spurning hvort það er pláss fyrir fleiri ofurhetjur. Þá má ekki gleyma teiknimynd sumarsins sem að þessu sinni er Madagasgar en hún sló heldur betur í gegn vestra. Það skyldi engin vanmeta teiknaðar hetjur, það hefur Shreck sýnt svo um munar. Sumarmyndirnar í ár bera því þó vitni að sífellt minna fer fyrir innihaldslausu þvaðri. Sprengjurnar virðast smám saman vera að víkja fyrir söguþræðinum. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun