Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Grunur leikur á um að Íslendingur um fertugt hafi verið myrtur í Jóhannesarborg í Suður-Afríku að því er haft er eftir lögreglu þar. Hann er sagður hafa búið þar í 10 ár, en til hans hafði ekki spurst í fimm vikur. Lík mannsins, sem enn hafa ekki verið borin kennsl á, fannst í Boksburg í nágrenni borgarinnar síðasta sunnudag falið í ruslatunnu og hulið steypu þannig að aðeins sá í fæturna. 28 ára gamall maður og 43 ára gömul kona hafa verið handtekin í tengslum við rannsókn málsins, að því er fjölmiðlar ytra greina frá. Tunnan fannst í bakgarði leigusala mannsins. Maðurinn bað leigusalann að geyma tunnuna og þóttist vera að gera tilraunir með ólíkar steyputegundir. Á fréttavefnum News24.com er haft eftir lögreglu að maðurinn hafi líklega verið rændur og svo myrtur, en hann mun hafa haft nokkuð fé handbært eftir að hafa selt íbúð í Jóhannesarborg. Parið, sem komist hafi í kynni við manninn einhverju áður, hafi boðist til að skutla honum á alþjóðaflugvöllinn í Jóhannesarborg, en vinir hans undruðust ekki um hann þessar fimm vikur, því þeir töldu að hann hafi farið að heimsækja ættingja á Íslandi. Utanríkisráðuneytið hefur, að sögn Alberts Jónssonar sendiherra, beðið aðalræðismann landsins í Jóhannesarborg að afla fregna um líkfundinn hjá lögreglu ytra. Þá sendi alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra í gær fyrirspurn til lögregluyfirvalda í Suður-Afríku vegna málsins. "Ef um Íslending er að ræða sem ráðinn hefur verið bani er eðlilegt að við köllum eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum, en fáum ekki okkar fregnir bara í blöðunum," segir Þórir Oddsson, vararíkislögreglustjóri og yfirmaður alþjóðadeildar. Hann segir oft samstarf milli embættisins og utanríkisráðuneytisins við aðstæður sem þessar og taldi ekki ólíklegt að ættingjar fertugra Íslendinga í Suður-Afríku gæfu sig fram eftir fréttaflutning af málinu. Parið sem er í haldi suðurafríkönsku lögreglunnar verður leitt fyrir dómara í Boksburg í dag, en í dag stendur einnig til að kryfja líkið til að grafast fyrir um dánarorsök
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira