Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira