Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti 13. júlí 2005 00:01 Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Íbúðalánasjóður gæti lækkað vexti niður í þrjú komma sjötíu og fimm prósent ef vaxtaálag yrði metið út frá reynslu undanfarinna ára og sjóðurinn nýtti sér lagaheimild til að taka uppgreiðslugjald, eins og bankarnir hafa gert. Íbúðalánasjóður ákvað í síðustu viku að halda vöxtum sínum óbreyttum eða í fjórum komma fimmtán prósentum. Ávöxtunarkrafan í nýjasta útboði sjóðsins á íbúðabréfum var nokkuð lægri en krafan sem núverandi vextir sjóðsins voru byggðir á en þó ekki nógu mikið lægri til að geta lækkað vextina. Ákveðið var að hafa vaxtaálagið áfram núll komma sex prósent, en það er sá þáttur sem hugsanlega hefði getað lækkað. Vaxtaálagið skiptist núna í þrjá hluta: Álag vegna reksturs, 0,15%. álag vegna útlánataps er 0,20% og í uppgreiðsluáhættu sem er 0,25% Fyrsti þátturinn, sem snýr að rekstrinum getur varla lækkað mikið. Næsti þáttur, sem snýr að útlánatapi, er hins vegar mun hærri en reynsla undangenginna ára gefur tilefni til. Álag vegna útlanatapa hefur verið í kringum 0,05% og því ætti að vera svigrúm til að lækka vextina um 0,15%. Guðmundur Bjarnason telur að, ekki síðar en um næstu áramót verði þessi 0,6 % þurfi ekki endurskoðunar við. Hann telur eðlilegt að stjórn Íbúðalánsjóðs endurskoði þetta í samráði við þá aðila sem að málinu koma. Þriðji þátturinn snýr að uppgreiðsluáhættu. Það vekur athygli að vaxtakjör fyrirtækja sem taka lán hjá sjóðnum til húsbygginga hafa þegar lækkað niður í 3,9%, þar sem uppgreiðsluáhættan er ekki inni og fyrirtækin taka SJÁLF á sig sig uppgreiðsluálagið. Guðmundur segir ástæðu þess að einstaklingum séu ekki boðin þessi kjör vera þá að um þau ríki lagaleg óvissa eftir að Alþýðusambandið og Neytendasamtökin kærðu bankana til samkeppnisstofnunar. Samkeppnisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að bönkunum sé heimilt að láta neytendur sjálfa taka á sig uppgreiðsluálagið. Óvissan stafar af því að ASÍ hefur áfrýjað þeirri niðurstöðu, og málið því ekki endanlega til lykta leitt. Eftir stendur að Íbúðalánasjóður er ekki bundinn af framvindu þess máls og gæti því lækkað vaxtaálagið niður í 0,35 prósent. Að viðbættri vaxtaálagslækkun upp á núll komma fimmtán prósent, væru vextirnir komnir niður í 3,75% og viðskiptavinurinn tæki sjálfur á sig áhættuna vegna uppgreiðslu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira