Var myrtur við komuna frá BNA 13. júlí 2005 00:01 "Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
"Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira