Starfsleyfi Alcoa dregið í efa 14. júlí 2005 00:01 Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ólöglegt er að halda áfram framkvæmdum við álverksmiðju Alcoa í Reyðarfirði þar til nýtt mat á umhverfisáhrifum hefur farið fram. Þessu heldur Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og náttúrufræðingur fram. Þann 9. júní síðastliðinn úrskurðaði Hæstiréttur að gamalt umhverfismat sem unnið var í tengslum við áætlanir Norsk Hydro um byggingu álvers í Reyðarfirði, gilti ekki um álver Alcoa sem nú rís þar fyrir austan. Áður hafði Alcoa fengið undanþágu frá umhverfismati á grundvelli hins gamla umhverfismats Norsk Hydro. Lögum samkvæmt skal fara fram mat á umhverfisaðstæðum áður en ráðist er í stórframkvæmdir. Hjörleifur segir sinn skilning á þeim lögum vera þann að ekki megi halda framkvæmdum áfram fyrr en nýtt umhverfismat liggur fyrir og eins að það hljóti að vera framkvæmdavaldsins að framfylgja þeim lögum. Ljóst er að ef það yrði gert myndu framkvæmdir tefjast talsvert. Umhverfisstofnun hefur hins vegar úrskurðað að starfsleyfi Alcoa í Reyðarfirði sé enn í fullu gildi. Bæði Sigríður Anna Þórðardóttir og Tómas Már Sigurðusson forstjóri Alcoa á Íslandi sögðu í kjölfar dómsins að hann myndi ekki hafa áhrif á gang framkvæmdanna. Sigríður Anna tók þá einnig fram að málið hafi fallið á formsatriðum. Þegar haft var samband við Sigríði Önnu við vinnslu þessarar fréttar og hún spurð um álit sitt á því að Hjörleifur Guttormsson mæti áframhaldandi framkvæmdir ólöglegar sagðist hún vita af þeirri skoðun hans en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Undirbúningsvinna er hafin hjá Alcoa að hinu nýja umhverfismati og lögð hafa verið fyrir drög að matsáætluninni. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum er nýliðinn og bárust viðbrögð frá ellefu aðilum sem farið verður yfir, meðal annars frá Hjörleifi. Að sögn Hauks Einarssonar hjá Hönnun hf. sem sér um framkvæmd umhverfismatsins fyrir Alcoa er búist við að matsskýrsla verði send til Skipulagsstofnunnar í lok þessa árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira