Hefur þú efni á landsliðssæti? Magnús Halldórsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar