Hefur þú efni á landsliðssæti? Magnús Halldórsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun