Vill Bush færa réttinn til hægri? 13. október 2005 19:33 Öllum að óvörum tilnefndi Bush Bandaríkjaforseti íhaldssaman, hvítan karl í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær. Talið er að með þessu vilji hann hnika réttinum til hægri en sumir íhaldsmenn efast um að sá útvaldi sé jafnmikill íhaldsmaður og hermt er. Búist var við því að Bush veldi konu og þá helst óumdeilda og fremur hófsama íhaldskonu til starfans en móðir forsetans, Barbara Bush, eiginkonan Laura og utanríkisráðherrann Condoleezza Rice höfðu allar gert honum ljóst að þær teldu konu sem vildi ekki hrófla við fóstureyðingaumhverfinu vænlegasta kostinn. Bush fór ekki að ráðum þeirra heldur valdi íhaldsmanninn John Roberts. Hann sagði að á fundum sínum með Roberts hafi hann verið mjög hrifinn. Hann sé maður óvenju mikilla afreka og hæfileika. Hann sé góðhjartaður og búi yfir reynslu, visku, sanngirni og kurteisi. Bush hitti svo Roberts aftur að máli yfir morgunverði í morgun og kvaðst sannfærður um að tilnefningin yrði staðfest fljótlega án vandræða. Það er ekki víst að hann hafi hitt naglann á höfuðið þar, því að efasemdarmenn hafa þegar látið til sín heyra: Og það eru ekki einungis frjálslyndir demókratar sem hafa efasemdir heldur lýsti einn af umdeildustu íhaldsmönnum Bandaríkjanna, Ann Coulter, í dag þeirri skoðun sinni að Bush hefði valið rangan mann. Þau lögfræðiálit sem Roberts hefði skilað og hefðu íhaldssaman blæ hefði hann skrifað fyrir hönd umbjóðenda og að ferill hans á dómarabekk væri of stuttur til að draga ályktanir um skoðanir hans. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum eru áhrifamiklir þar sem það fellur oftar en ekki réttinum í skaut að skera úr um deiluatriði á borð við fóstureyðingar, mannréttindi og jákvæða mismunun. Oftar en ekki hefur rétturinn því í raun markað fordæmi sem jafngilda lagasetningu og hafa haft víðtæk áhrif, stjórnmálamönnum oftar en ekki til mikils ama. Nánar um skipan Roberts í Íslandi í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira
Öllum að óvörum tilnefndi Bush Bandaríkjaforseti íhaldssaman, hvítan karl í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna í gær. Talið er að með þessu vilji hann hnika réttinum til hægri en sumir íhaldsmenn efast um að sá útvaldi sé jafnmikill íhaldsmaður og hermt er. Búist var við því að Bush veldi konu og þá helst óumdeilda og fremur hófsama íhaldskonu til starfans en móðir forsetans, Barbara Bush, eiginkonan Laura og utanríkisráðherrann Condoleezza Rice höfðu allar gert honum ljóst að þær teldu konu sem vildi ekki hrófla við fóstureyðingaumhverfinu vænlegasta kostinn. Bush fór ekki að ráðum þeirra heldur valdi íhaldsmanninn John Roberts. Hann sagði að á fundum sínum með Roberts hafi hann verið mjög hrifinn. Hann sé maður óvenju mikilla afreka og hæfileika. Hann sé góðhjartaður og búi yfir reynslu, visku, sanngirni og kurteisi. Bush hitti svo Roberts aftur að máli yfir morgunverði í morgun og kvaðst sannfærður um að tilnefningin yrði staðfest fljótlega án vandræða. Það er ekki víst að hann hafi hitt naglann á höfuðið þar, því að efasemdarmenn hafa þegar látið til sín heyra: Og það eru ekki einungis frjálslyndir demókratar sem hafa efasemdir heldur lýsti einn af umdeildustu íhaldsmönnum Bandaríkjanna, Ann Coulter, í dag þeirri skoðun sinni að Bush hefði valið rangan mann. Þau lögfræðiálit sem Roberts hefði skilað og hefðu íhaldssaman blæ hefði hann skrifað fyrir hönd umbjóðenda og að ferill hans á dómarabekk væri of stuttur til að draga ályktanir um skoðanir hans. Hæstaréttardómarar í Bandaríkjunum eru áhrifamiklir þar sem það fellur oftar en ekki réttinum í skaut að skera úr um deiluatriði á borð við fóstureyðingar, mannréttindi og jákvæða mismunun. Oftar en ekki hefur rétturinn því í raun markað fordæmi sem jafngilda lagasetningu og hafa haft víðtæk áhrif, stjórnmálamönnum oftar en ekki til mikils ama. Nánar um skipan Roberts í Íslandi í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz sprungin Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Sjá meira