Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif 22. júlí 2005 00:01 Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels