Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif 22. júlí 2005 00:01 Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Samgöngurráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að engar byggingar myndu rísa innan öryggisgirðingar Reykjavíkurflugvallar og sagði furðulegt að ekkert samráð hefði verið haft við samgönguyfirvöld þegar Reykjavíkurborg bauð Háskólanum í Reykjavík (HR) lóð undir byggingar sem ná inn fyrir girðingar Reykjavíkurflugvallar. Dagur segir að settur sé fyrirvari við afstöðu samgönguráðherra í tilboði sem kynnt var háskólanum. Hann segir afstöðu ráðherrans þó koma á óvart þar sem hann hafi setið á fundi með mönnum frá ráðuneytinu þar sem þetta hafi komið fram. Þeir hafi þó nefnt að þeim þætti betra að vita af hugmyndunum áður en þær væru kynntar opinberlega. „Kannski hefur ekki verið nægilega skýrt af okkar hálfu þessi skýri fyrirvari sem var gerður og að þetta er svæðið sem er hugsað til framtíðarnýtingar eftir tíu til fimmtán ár,“ segir Dagur. Dagur segir ennfremur að verið sé að gera þarfagreiningu fyrir háskólann og þá sé formlegum samningum ekki lokið. Hann hafi talið rétt að ljúka þessu áður en hann leitaði samþykkis samgönguyfirvalda. Hann er ósáttur við það orðalag Félags atvinnuflugmanna að kalla girðinguna umhverfis flugvöllinn öryggisgirðingu þar sem öryggissvæðið sé mun þrengra. Skilgreining Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sé alveg skýr. Þar sé miðað við 150 metra frá miðlínu flugbrauta og fyrirhugað byggingarsvæði HR sé lengra frá en það, og raunar tvöfalt lengra frá heldur en núverandi byggð í Skerjafirði er frá flugbrautinni sem þar er. „Mér finnst þetta óþarfa, kannski, yfirlýsing af hálfu atvinnuflugmanna og hefði þótt betra að þeir leituðu upplýsinga hjá okkur hvað væri raunverulega á ferðinni,“ segir Dagur.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira