Enginn er eyland í R-listanum 22. júlí 2005 00:01 „Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Það býður enginn flokkur fram Reykjavíkurlista einn og sér - það er ekki R-listi,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Tveir menn eru skráðir fyrir Reykjavíkurlistanum í fyrirtækjaskrá - annar er framsóknarmaður og hinn er í Samfylkingunni. Össuri Skarphéðinssyni hefur orðið tíðrætt undanfarna daga um þann möguleika að Samfylkingin bjóði ein fram undir nafni R-listans, í samstarfi við óháða. En er það hægt - á Samfylkingin Reykjavíkurlistann? Fréttastofan komst að því hjá fyrirtækjaskrá í dag að R-listinn fékk kennitölu 23. febrúar 1994. Ábyrgðarmaður þá var Valdimar K. Jónsson. Heimilisfang listans er sagt Laugavegur 31. Þeir sem standa að félaginu eru kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík, fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna og Framsóknarfélaganna í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Í fyrirtækjaskránni kemur einnig fram að R-listinn eigi heima að Drápuhlíð 29 hjá Ingvari Sverrissyni. Spurningin er þá væntanlega: Hver á nafnið „Reykjavíkurlistinn“ - ef nokkur? Valdimar K. Jónsson er framsóknarmaður, Ingvar Sverrisson er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þrjátíu og tveimur prósentum þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Plússins á þriðjudag leist vel á Össur Skarphéðinsson sem næsta borgarstjóra. Heimildamenn fréttastofu telja að Össur gæti ef til vill orðið sterkt borgarstjóraefni Samfylkingarinnar, en að sama skapi sé afar ólíklegt að Framsóknarflokkur og Vinstri grænir gætu sætt sig við hann sem borgarstjóraefni sameinaðs R-lista. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segist enga skoðun hafa á því hverjir vilji taka slaginn um borgarstjórastólinn - sú umræða sé einfaldlega ótímabær. Hún segir hugmyndina um að Samfylkingin bjóði fram undir merkjum R-lista, án hinna samstarfsflokkanna tveggja, hafi verið viðruð af Gunnari Karlssyni prófessor á fundi hjá Samfylkingunni, en að hennar mati býður enginn flokkur fram R-lista einn og sér - það sé ekki R-listi.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira