Hver verður næsti útvarpsstjóri? Guðmundur Magnússon skrifar 24. júlí 2005 00:01 Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hugsanlegt er að nýr útvarpsstjóri verði skipaður í vikunni. Þótt margir hæfir einstaklingar hafi sótt um stöðuna telja flestir að valið standi á milli Elínar Hirst fréttastjóra Sjónvarpsins og Páls Magnússonar fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar tvö. Sagt er að veðmálin á milli þeirra, sem fylgjast með af mestum ákafa, séu Páli hagstæðari. Það þýðir þó ekki að úrslitin séu ráðin. Það kom ýmsum á óvart þegar listinn yfir umsækjendur var birtur á fimmtudaginn að á hann vantaði nöfn tveggja persóna sem oft hafa verið nefnd í sambandi við útvarpsstjórastöðuna. Þetta eru þau Inga Jóna Þórðardóttir og Þorsteinn Pálsson. Getgátur höfðu verið uppi um það að Þorsteinn hefði fórnað sendiherraembættinu til að verða útvarpsstjóri. Og mönnum datt Inga Jóna í hug af því að hún hafði sýnt útvarpsstjóraembættinu áhuga þegar hún var formaður útvarpsráðs fyrir áratug. Þetta segir okkur að taka ekki nema mátulega mark á bæjarslúðrinu. Áður en ráðið var í starf fréttastjóra Útvarpsins fyrr á þessu ári voru allir umsækjendur teknir í löng viðtöl og látnir gangast undir hæfnispróf. Ráðningarferlið benti til þess að yfirmenn stofnunarinnar ætluðu að láta fagleg sjónarmið ráða ferðinni. Það urðu því mikil vonbrigði þegar í ljós kom að þetta voru einber leiktjöld; niðurstaðan var fengin fyrirfram. Ekki þarf að rekja þá sögu því hún er svo alkunn. Ekki er búist við því að þetta verði endurtekið núna. Frekar telja menn að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vilji eyða óvissunni sem fyrst og muni jafnvel skipa í embættið þegar í þessari viku. Þorgerður Katrín er í nokkrum vanda. Margir, ekki síst nánir fylgismenn hennar og trúnaðarmenn, ætlast til þess að hún velji konu í embætti útvarpsstjóra. Þeir benda á að þetta geti ekki verið vandamál, því margar hæfar konur séu meðal umsækjenda. Og þeirra á meðal sé Elín Hirst, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði hafi löngum verið mjög velviljaðir, enda sé hún í góðu sambandi við margra áhrifamenn í flokknum. Á móti þessu er talið vega að mikill þrýstingur sé á hana að ráða Pál Magnússon í embættið. Trúa menn því að hann njóti ekki síður velvilja æðstu ráðamanna Sjálfstæðisflokksins, þar á meðal Davíðs Oddssonar, en Elín. Ef þetta er rétt er spurningin, hvort Þorgerður Katrín treysti sér til að ganga gegn þessum þungavigtarmönnum. Og svo er ekki útilokað að Þorgerður Katrín sé sjálf þeirrar skoðunar að Páll hafi einfaldlega meiri styrk og reynslu en Elín og láti það ráða vali sínu. Eiga þá aðrir umsækjendur enga möguleika? Hvað með Bjarna Guðmundsson framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eða Sigrúnu Stefánsdóttur sem á að baki mikla reynslu í fjölmiðlun og stjórnsýslu? Sigrúnu má líklega strax útiloka af pólitískum ástæðum. Bjarni er aftur á móti sagður sjálfstæðismaður og þykir hafa staðið sig vel í starfi. En það vinnur á móti honum að fremur er litið á hann sem fjármála- eða rekstrarmann en fjölmiðlamann. Niðurstaðan er sú að engir aðrir umsækjendur en Elín og Páll komi til greina. gm@frettabladid.is
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun