Tekinn á 208 km hraða 26. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á Reykjanesbraut í nótt eftir að bíll hans hafði mælst á tvö hundruð og átta kílómetra hraða og próflausir guttar stútuðu meðal annars brunahana í Þorlákshöfn svo upp kom gosbrunnur. Hámarkshraði þar sem ökumaðurinn á Reykjanessbrautinni var stöðvaður er níutíu kílómetrar. Hann var því hundrað og átján kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða og tæplega þrjátíu kílómetrum yfir tvöföldum hámarkshraða. Þessi hraði sprengir alla sektarskala og fer mál ökumannsins því væntanlega til ákæruvaldsins vegna þunga brotsins. Það voru fleiri á hraðferð því íbúar Þorlákshafnar vöknuðu upp við þann vonda draum klukkan sex í morgun að bíl var ekið um bæinn af miklum glannaskap og meðal annars utan í brunahana. Hann brotnaði svo vatnsstrókur stóð upp í loftið eins og í amerískum bíómyndum. Lögreglunni á Selfossi var gert viðvart og rétt fyrir utan bæinn mættu þeir bílnum á miklum hraða. Lögreglan sneri þegar við og veitti bílnum eftirför eftir ströndinni og yfir Óseyrarbrú á mikilli ferð en á móts við Eyrarbakka nam bíllinn staðar þar sem sprakk á einu dekkinu. Kom þá í ljós að um borð voru þrír sextán ára strákar, allir auðvitað próflausir, sem höfðu stolið bílnum af verkstæði í Kópavogi og brugðið undir sig betri fætinum. Það er að frétta úr Þorlákshöfn að nokkur gígur myndaðist við brunahanann vegna vatnsaga og þurfti að taka vatn af bænum í tíu mínútur til að loka fyrir rennsli að hananum. Þeir eru nú í vörslu Selfosslögreglunnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira