Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans 28. júlí 2005 00:01 Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Íslenski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Keflavík komst í gær áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg og jafnaði um leið Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun. Keflvíkingar fóru inn í síðari leikinn gegn Etzella í gær með fjögurra marka forskot og því ljóst að eitthvað mikið þurfti að gerast í Laugardalnum ef þeir áttu að falla úr keppni. Fyrri hálfleikurinn var fremur tíðindalítill en Keflvíkingar sáu um að eiga færin og voru óheppnir að ná ekki að skora þegar Guðmundur Steinarsson og Hörður Sveinsson áttu tvö þrumuskot í tréverkið úr sömu sókninni. Auk þess fengu þeir nokkur góð skallafæri, það besta fékk Guðmundur eftir frábæran undirbúning Hólmars Arnar Rúnarssonar. Etzella byrjaði síðari hálfleikinn af nokkrum krafti en gekk illa að halda boltanum innan liðsins og sóknir Keflvíkinga voru hættulegri. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiktímanum kom fyrra markið en það skoraði Hörður Sveinsson. Guðjón Antoníusson fékk að líta rauða spjaldið tíu mínútum fyrir leikslok en þrátt fyrir að vera einum færri bættu Keflvíkingar við. Gunnar Hilmar Kristinsson gerði síðan síðara markið eftir sendingu frá Herði. Þetta var fyrsta mark Gunnars fyrir Keflavík en hann kom inn á sem varamaður í leiknum. „Það var mögnuð tilfinning að ná að skora mitt fyrsta mark. Það er mjög góð reynsla að fá að taka þátt í Evrópukeppninni og sérstaklega þegar okkur gengur svona vel. Etzella er með alveg þokkalegt lið en vörnin er mjög léleg og þá voru þeir fullgrófir. Áherslan var lögð á að halda hreinu í þessum leik og það tókst," sagði Gunnar Hilmar. Hörður Sveinsson var ánægður með sigurinn. „Þetta gefur okkur aukið sjálfstraust sem kemur sér vel fyrir komandi leiki í deildinni og einnig fyrir næsta Evrópuleik," sagði Hörður, sem bætti við sitt eigið met með því að skora fimm mörk í umferðinni. Keflavíkurliðið jafnaði einnig Evrópumet Skagans frá 1995 með því að vinna samanlagt með sex marka mun.
Íslenski boltinn Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira