Baros vill til Schalke
Milan Baros hefur að undanförnu verið orðaður við för frá Liverpool en tilboðum í leikmanninn hingað til hefur verið neitað. Þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke hefur nú sýnt Baros áhuga, og hann segir erfitt að neita svo stóru félagi. "Schalke er stórt félag sem mun leika í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð og ég gæti vel hugsað mér að spila fyrir það. Ég er þó ekkert að stressa mig yfir stöðu minni núna, þar sem mér líkar vel hjá Liverpool."