Misheppnuð mótmæli? 29. júlí 2005 00:01 Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Skoðanir Trausti Hafliðason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Töluverð eftirvænting var meðal borgarbúa í gær. Ástæðan? Jú, í fyrsta skiptið í fjölda mörg ár höfðu verið boðuð mótmæli sem í orði virtust ætla að líkjast því sem fólk er vant að sjá frá útlöndum. Sérstaklega kemur Frakkland upp í hugann og kannski líka Grikkland eða Suður-Evrópulöndin. Í fyrri hluta vikunnar boðuðu íslenskir atvinnubílstjórar aðgerðir gegn því sem þeir kjósa að kalla ósanngjarnt olíugjald. Til þess að leggja áherslu á ósanngirnina og vekja ráðamenn og fólk almennt til umhugsunar um málið ákváðu þeir að stöðva umferð út úr borginni fyrir verslunarmannahelgina. Í fyrstu vildu þeir ekkert segja til um það hvar og hvenær þeir hygðust láta til skarar skríða. Síðan sögðu þeir að það yrði á föstudeginum. Einhvern tímann eftir hádegi voru skilaboðin. Ég hef það fyrir víst að fólki var ansi brugðið og fóru ýmsir fyrr heim úr vinnu til að komast klakklaust út á land. Þeir hefðu svo sem ekki þurft að gera það. Bílstjórarnir, sem fóru á rúmlega tuttugu trukkum, fengu ekki að tefja umferðina að neinu ráði. Lögreglan vissi af öllu saman og bönnuðu bílstjórunum einfaldlega að tefja umferðina. Bílstjórarnir keyrðu því um götur borgarinnar á um þrjátíu kílómetra hraða sem er alls ekkert óeðlilegur hraði á föstudagseftirmiðdegi. Um leið og einhver bílstjórinn hægði óeðlilega mikið á sér var lögreglan strax kominn til að reka þann hinn sama áfram. Lögreglan hafði því fullkomna stjórn á öllu saman. Voru mótmælin þá ekki misheppnuð eftir allt saman? Svarið er: nei, alls ekki. Mótmælin voru fyrsta frétt í ljósvakamiðlunum fram eftir degi og fram á kvöld. Boðskapnum var komið á framfæri og það var líklega tilgangurinn. Tilgangurinn var í sjálfu sér ekki að tefja fólk, það var öngullinn. Fjölmiðlarnir bitu á og atvinnubílstjórarnir sigruðu. Hvort svo mótmælin skila einhverjum árangri er annað mál. Það vakti reyndar sérstaka athygli mína að atvinnubílstjórar voru ekki samstíga í aðgerðum sínum. Félag hópferðaleyfishafa sá sérstaka ástæðu til þess að senda fréttatilkynningu um að félagið tengdist ekki á neinn hátt mótmælunum gegn olíugjaldinu. Síðan segir orðrétt: "Félagið telur að fara verði afskaplega varlega í mótmælaaðgerðum sem lúta að því að skapa öngþveiti á vegum á stærstu ferðahelgi landsmanna. Stjórn félagsins tekur hins vegar heilshugar undir þau sjónarmið að olíugjald sé of hátt og hefur stjórnin átt fundi með fjármálaráðherra út af því máli." Hefði nú ekki verið skynsamlegra hafa þetta samstillt átak. Félagið hefði alls ekki þurft að skammast sín fyrir mótmælin í gær. Þau voru álíka æsileg og fermingaveisla hjá samheldinni fjölskyldu. - Trausti Hafliðason
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun