Sigur hjá Räikkönen
Finnski ökuþórinn Kimi Räikkönen á McLaren vann sigur í Ungverjalandskappakstrinum í Formúlu eitt í dag. Í öðru sæti varð heimsmeistarinn Michael Schumacher á Ferrari og bróðir hans Ralf varð þriðji á Toyota. Efsti maður stigakeppninnar, Spánverjinn Fernando Alonso á Renault, varð í 11. sæti og lauk keppni án stiga. Staðan í heildarkeppni ökuþóra 1 Fernando Alonso Renault Spá 87 2 Kimi Raikkonen McLaren Fin 61 3 Michael Schumacher Ferrari Þýs 55 4 Jarno Trulli Toyota Íta 36 5 Juan Pablo Montoya McLaren Kól 34 6 Ralf Schumacher Toyota Þýs 32