Býst við auknum hrossaútflutningi 5. ágúst 2005 00:01 Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Landbúnaðarráðherra telur að hrossaútflutningur til Þýskalands muni aukast í kjölfar úrskurðar þýskra yfirvalda um að engin hrossamafía starfi hér á landi eins og haldið var fram fyrir nokkrum árum. Íslenskir hrossaútflytjendur segja úrskurðinn mikinn sigur. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir í mörg ár og skaðaði hrossaútflutning mikið. Íslendingarnir voru sakaðir um að hafa falsað tollaskýrslur en síðar kom í ljós að um misskilning við útfyllingu skýrslnanna var að ræða. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra er staddur á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Svíþjóð og hann telur úrskurðinn mikilvægan fyrir íslenska hrossaútflytjendur. Það hafi hvílt skuggi yfir íslenskum hrossaútflytjendum í Þýskalandi og þeir sætt miklum ásökunum. Það hafi horft illa á tímabili en nú hafi Þjóðverjar fellt þann úrskurð að Íslendingar séu sýknir saka. Hann telji að Íslendingar séu nú á öðru og betra stigi í þessum viðskiptum en áður þannig að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu. Hinrik Bragason hrossaútflytjandi segir að sala á íslenska hestinum muni örugglega taka kipp í kjölfar úrskurðarins. Búið sé að eyða óvissu en menn hafi verið aðeins inn í sig á meðan enginn vissi hvaða stefnu málið tæki. Aðspurður hvort niðurstaðan verði kynnt sagði Hinrik að það verði eflaust gert þegar fram í sæki. Spurður hvort hann telji að salan muni aukast segir Hinrik að salan hafi verið góð undanfarin misseri og hann eigi ekki von á öðru en því að þegar menn heyri af niðurstöðu málsins haldi þeir áfram að kaupa hross frá Íslandi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira