Rokk stafrænu kynslóðarinnar? 8. ágúst 2005 00:01 Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Hvetja tölvuleikir til ofbeldis?" stendur á forsíðu breska tímaritsins The Economist. Þar er reynt að leita svara við spurningunni hvort ofbeldið í tölvuleikjaiðnaðinum sé komið fram úr hófi. "Menningarárekstur" ungu og eldri kynslóðarinnar er kannski ekki nýr af nálinni. Sókrates var dæmdur til dauða vegna þess að hann var talinn hafa slæm áhrif á æskuna. Greinarhöfundur The Economist tekur rokkið sem dæmi. Það hafi valdið svo mikilli hneykslan meðal siðprúðra borgara að reynt var að banna það með þeim formerkjum að það hvetti hana til óæskilegrar hegðunar. Nú er kynslóðin sem fékk að hlusta á Bítlana og Elvis búin að finna sitt "rokk" sem þarf að stöðva. Tölvuleikurinn Grand Theft Auto (GTA) er uppsprettan að umræðunni í The Economist. Í ljós hefur komið að hann innihélt dulin klámborð sem hægt var að nálgast á netinu. Þessi leikur hefur verið óhemju vinsæll hér á landi og um tíma var hann nánast ófáanlegur, slík var eftirspurnin. Hann hefur einnig verið fordæmdur af siðapostulum um allan heim, ekki að ósekju. Leikurinn gengur út á það við fyrstu sýn að ræna, berja, meiða og brjóta öll hugsanleg lög. Þá segja sumir að leikurinn ali á kvenfyrirlitningu. Greinarhöfundur The Economist bendir þó á að leikurinn sé alls ekki ólíkur gömlu fallegu ævintýrunum þar sem prinsinn þurfti að leysa margvíslegar þrautir til að fá prinssesuna. Í GTA þurfi þátttakendur að takast á við áskoranir þannig að glæpaforingi hafi eitthvað í höndunum ef hann er til dæmis í miðri gíslatöku. Leikurinn hefur nú verið bannaður í Ástralíu og aldurstakmarkið í öðrum löndum hækkað. Hann er ekki lengur flokkaður sem M (Mature) heldur Adult Only sem þýðir að kaupandinn þarf að vera 18 ára. Þessi "uppgötvun" hefur einnig verið vatn á myllu þeirra sem halda því fram að tölvuleikir séu af hinu illa. Í Bandaríkjunum hefur þessi umræða farið hvað hæst og rekur The Economist hana. Þar hefur Hillary Clinton verið í broddi fylkingar og látið hafa eftir sér að tölvuleikir séu að spilla sakleysi barnanna. "Þeir gera hlutverk foreldra mun erfiðara en það er nú þegar," lét hún hafa eftir sér. Clinton hefur farið fram á að opinber rannsókn skoði hvað hafi farið úrskeiðis og hvort aldurstakmarkið sé virt hjá tölvuleikjafyrirtækjum. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að þeir sem spili tölvuleiki eru undir fjörutíu ára aldri. Stærstur hluti þeirra séu karlmenn undir þrítugu sem hafi alist upp við tölvuleiki. Aðeins einn þriðji þeirra sem spili tölvuleiki af alvöru í Bandaríkjunum séu undir 18 ára. Blaðið nefnir enn fremur nýlega rannsókn Dmitri Williams sem hefur sérhæft sig í áhrifum afþreyingariðnarins. Williams fékk hóp til að spila hlutverkanetleikinn Asheron’s Call 2 sem gengur út að vafra um ævintýraveröld og drepa skrímsli til að ná sér í stig. Williams fékk til liðs við sig fólk sem hafði aldrei prófað leik á borð við þennan, jafnvel aldrei prófað tölvuleik áður. Þessum hópi var síðan skipt upp í tvo hópa. Annar spilaði leikinn í mánuð, tvo tíma á dag. Hinn kom ekki nálægt honum. Í ljós kom að leikurinn hafði engin áhrif. Williams viðurkenndi þó að þörf væri á frekari rannsóknum og þessi rannsókn segði ekki allan sannleikann. Í greininni er þó bent á að menningarfræðingurinn Steven Johnson hafi haldið því fram að ef tölvuleikir hefðu slæm áhrif ættu þau ekki að fara fram hjá neinum. Hann segir að þegar tölvuleikjabylgjan hafi hafist fyrir alvöru í kringum 1990 hafi glæpum og ofbeldisverkum fækkað í Bandaríkjunum. Í grein The Economist er viðtal við Gerhard Florin, forstjóra Electronics Arts sem er einn stærsti framleiðandi tölvuleikja í heiminum. Hann er harðorður í garð þeirra sem halda uppi gagnrýni á tölvuleiki og segir þá ekki hafa hundsvit á því sem þeir séu að segja. "Þeir halda að vegna þess að orðið leikur komi fyrir í orðinu tölvuleikur, þá séu þeir fyrir börn. Svo er aldeilis ekki því þetta eru flóknir leikir. Þeir segja tölvuleikjaspilara vera uppvakninga og ofbeldismenn." Hvort sé hollt fyrir ungt fólk að spila mikið af tölvuleikjum skal ósagt látið. Hreyfingarleysi er það sem virðist hrjá ungu kynslóðina hvað mest og má kannski kenna aukinni tölvunotkun að einhverju leyti um það. Hvort þeir hvetji ungt fólk til ofbeldis hefur hins vegar ekki verið sýnt fram á. Flestar rannsóknir benda til þess að tölvuleikir hafi áhrif á þann hóp sem sé hvort eð er líklegur til að beita ofbeldi. Þessi umræða er þó nauðsynleg hverju sinni. Við verðum að minna okkur á hvar mörkin eru. Það sem þykir kannski ofbeldi í dag verður orðið hreinasti barnaleikur á morgun. Tölvuleikir eiga að vera flóknir og erfiðir. Ofbeldið á aldrei að vera aðalatriðið. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun