Tekið á móti útgerðum með hörku 12. ágúst 2005 00:01 Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Það verður tekið á móti með hörku, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður vegna yfirlýsinga útgerðarmanna um að höfða mál gegn ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Þá er sjávarútvegsráðherra hvergi banginn. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur hótað ríkinu málsókn vegna byggðakvóta og línuívilnunar. LÍU segir útgerðarmenn eiga veiðiheimildirnar sem ríkið taki til ráðstöfunar. Það jafngildi eignatöku og slíkt hljóti að brjóta gegn eignarréttarákvæðum stjórnarskrárinnar. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir það ekki rétt. Hann segir að í huga stjórnvalda sé enginn vafi á því að um löglega úthlutun sé að ræða. Ef einhver vafi væri á því stæðu þau ekki fyrir þeim. „Verði þeim að góðu, LÍÚ ætti bara að að láta verða af hótunum sínum, það er enginn vafi á því hvernig þau málaferli myndu fara,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður. Hann segir veiðiheimildum úthlutað til eins árs í senn og það myndi ekki eignarrétt. Þá segir Kristinn Alþingi geta breytt lögunum hvenær sem er, á hvern þann hátt sem menn koma sér saman um. Alþingi geti breytt úthlutunarkerfnu sérstaklega eða jafnvel afnumið það með öllu og bætir við að honum finnist útgerðarmenn með eindæmum hrokafullir. Árni Mathiesen segir úthlutanir sem þessar alltaf umdeilanlegar og hafi menn efasemdir um lagalegan grundvöll þeirra sé þeim auðvitað frjálst að bera þær undir dómstóla. Stjórnvöld muni ekki taka því illa. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður segir yfirlýsingar útgerðarmanna nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameiginlegri eign þjóðarinnar. Þeir ætli sér greinilega að skapa nýtt stríð kringum kvótann. „Þeir um það,“ segir Össur og bætir við að það verði tekið á móti af fullri hörku.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira