Verður rekið í réttarsal 17. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira