Á gjörgæslu eftir hnífsstungu 21. ágúst 2005 00:01 Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira
Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Sjá meira