Breytir einhverju hvort greitt sé 22. ágúst 2005 00:01 Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Tónlistarheimurinn hefur tekið stökkbreytingum á undanförnum árum. Tónlistarunnendur hlaða tónlist niður af netinu og hlusta á hana á mp3 spilaranum sínum. Enn breytir það einhverju fyrir tónlistarmarkaðinn sem slíkan? Eru geisladiskar til dæmis á undanhaldi? Þótt forstjórar stóru plötufyrirtækjanna séu æfir yfir þessari þróun þá verður ekki sömu sögu að segja um neytendur. Þeir segja að niðurhalið komi í veg fyrir að þeir eyði tvö þúsund krónum í disk með einu góðu lagi. Þeir geti nú velt nokkrum lögum fyrir sér en að endingu kaupi þeir alltaf geisladiskinn ef þeim líkar vel við tónlistina. Þar að auki kaupi þeir alltaf diskinn með eftirlætishljómsveitinni sinni. Þeir sem eru hins vegar á móti niðurhali segja að það hvetji óprúttna aðila til að ræna upptökum á plötum sem enn eru ekki komnar út. Þannig hafa hljómsveitir á borð við Coldplay og U2 lent í því að nýjustu skífum þeirra var komið á netið áður en þær bárust í verslanir. Þeir sem tilheyra þessum hópi segja líka niðurhalið skemmi alla plötuútgáfu. Ekki er eingöngu við netið að sakast því nú eru flestar tölvur komnar með brennara, geta fengið geisladiska lánaða og sett þá yfir í tölvuna sína. Nýjasti diskur Gorillaz var meðal annars með vörn gagnvart þessu. Ekki var hægt að brenna diskinn og því gat sá sem hafði keypt hana eingöngu hlustað á hana. Þetta má er mjög eldfimmt, ekki að ósekju. Tónlistarmarkaðurinn er einn sá stærsti í heiminum. Eitt stærsta netfyrirtækið, Napster, tapaði máli fyrir ekki margt löngu fyrir hæstarétti Bandaríkjanna og neyddist til að loka síðunni sinni. Þar gátu notendur nálgast ókeypis tónlist með einföldum hætti. Nú er Napster hins vegar löglegt fyrirtæki þar sem áskrifendur borga um fimmtán hundruð krónur fyrir aðgang. Þeir greiða þó ekki fyrir fyrir hvert lag og munurinn bara sá að niðurhalið er ekki ókeypis heldur græðir Napster núna pening. Þá er hægt að nálgast forrit eins og DC++ og Limewire ókeypis en þeir sem notast við þau segjast aldrei hafa keypt sér jafn mikið af tónlist. "Ég er að kynnast og kaupa tónlist með listamönnum sem ég hefði aldrei komist í kynni við nema fyrir tilstilli þessara forrita," sagði einn notandi við greinarhöfund. Stuldur á tónlist er aldrei réttlátur og það ætti að koma í veg fyrir hann með öllum tiltækum ráðum. Plötur eiga aldrei að vera komnar á netið áður en þær koma í búðir. Hins vegar verður ekki horft framhjá þeirri staðreynd að þeir sem notast við þessi forrit eru áhugamenn um tónlist, vilja kynna sér hana og heyra eitthvað annað en það sem er markaðsett af stóru fyrirtækjunum. Slíkri tónlist kynnast þeir í gegnum netið og ef þeir "fíla" hana er platan keypt. Freyr Gígja Gunnarsson freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar