Annarleg ástand tefur yfirheyrslu 22. ágúst 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík vill ekkert segja til um hvort maðurinn sem grunaður er um morð á tvítugum manni í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík um helgina hafi játað verknaðinn. Hinn grunaði var úrskurðaður í tíu daga gæsluvarðhald af Héraðsdómi Reykjavíkur á laugardag og ætlar ekki að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, stóð til að yfirheyra hinn grunaða um helgina en ástand hans var með þeim hætti að erfitt var að yfirheyra hann. Honum var gefinn tími til að hvíla sig og stóð til að yfirheyrslur yfir honum færu fram í gær. Að sögn Ómars Smára er málið enn í rannsókn og segir hann að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar þar sem það varði hagsmuni rannsóknar af þessu tagi og muni lögreglan halda rannsókn málsins áfram með hefðbundnum hætti. Lögreglunni í Reykjavík barst tilkynning snemma á laugardagsmorgun um að maður hefði verið stunginn í heimahúsi við Hverfisgötu í Reykjavík. Þegar lögregla kom á staðinn var ljóst að maðurinn hafði verið stunginn í hjartastað og hófust endurlífgunartilraunir þegar í stað. Þær báru ekki árangur og lést maðurinn skömmu síðar. Lagt var hald á hníf í íbúðinni sem talinn er vera morðvopnið. Þrír karlmenn og ein kona, sem öll voru í íbúðinni, voru handtekin á staðnum og færð til yfirheyrslu, grunuð um að vera völd að dauða mannsins. Þau voru öll í annarlegu ástandi. Þeim var sleppt síðar um kvöldið. Einn til viðbótar var svo handtekinn á laugardag en sleppt daginn eftir. Einn þessara manna var úrskurðaður í gæsluvarðhald síðdegis á laugardaginn en hann var gestur í húsinu eins og fórnarlambið. Að sögn Ómars Smára verður yfirheyrslum haldið áfram næstu daga þar til tildrög morðsins skýrast en allt eins má búast við að þau sem þegar hafa verið færð til yfirheyrslu verði yfirheyrð nánar um tildrög atburðarins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira