Lögreglan var við að missa tökin 24. ágúst 2005 00:01 "Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um ástandið sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. "Þarna voru fjórir stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum, sem voru mjög árásargjarnir. Það mátti engu muna. Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til að þess að 50 til 60 krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum - allt þar til lögreglan skakkar leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan var með þessum hætti og múgæsing greip um sig." Geir Jón segir að menn muni setjast niður og ræða til hvaða ráða sé hægt að grípa því svona nokkuð sé ekki hægt láta líðast ár eftir ár. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur tekur undir þetta og segir þá sem voru að störfum nóttina eftir að dagskrá menningarnætur lauk hafi verið óttaslegna. Hún undirstrikar að menningarnóttin sjálf sé frábær viðburður. "Undanfarin fimm ár hef ég verið með sjálfboðaliða við leitarstörf í miðborginni eftir miðnætti. Þar hefir orðið mjög hröð og vond breyting. Þetta hefur orðið fylleríisnótt sumarsins. Við sjáum og skynjum mikið fyllerí fólks á öllum aldri, unglingafyllerí, fíkniefnaneyslu, spennuþrungið og hættulegt ástand." Jóna Hrönn segir, að hún og aðrir sjálfboðaliðar sem voru í bænum eftir miðnætti á menningarnótt fyrir fjórum árum hafi verið í "stórri lífshættu." Þá var eins og nóttin lenti skyndilega í herkví neikvæðra afla. Síðan hafi fjöldi þeirra sem hafi verið í neyslu áfengis og fíkniefna þessa nótt farið vaxandi frá ári til árs. "Við vorum að sjá unglinga niður í 14 til 15 ára aldur þvælast í miðborginni um miðja nótt," segir hún. "Þetta var hópur sem sést alla jafna ekki í miðborginni um nætur. Ég sá þarna unglinga sem ég þekki til og veit að vel er staðið að. Þau voru þarna alltof lengi - við alltof hættulegar aðstæður. Ef það er svona óskaplega spennandi að koma þessa nótt í miðborgina, þá verðum við foreldrarnir að fylgja með. Það er okkar hlutverk að vernda þau," segir Jóna Hrönn Bolladóttir. Borgarstjórn Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira
"Okkur fannst á tímabili að við værum jafnvel að missa þetta allt saman yfir okkur. Það var alveg á mörkunum," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um ástandið sem skapaðist í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á nýafstaðinni menningarnótt. "Þarna voru fjórir stórir hópar á fjórum stöðum í miðbænum, sem voru mjög árásargjarnir. Það mátti engu muna. Tvö hnefahögg milli tveggja einstaklinga verða til að þess að 50 til 60 krakkar ærast og hlaupa á eftir einum og ganga í skrokk á honum - allt þar til lögreglan skakkar leikinn. Það vissi enginn af hverju þetta var. Spennan var með þessum hætti og múgæsing greip um sig." Geir Jón segir að menn muni setjast niður og ræða til hvaða ráða sé hægt að grípa því svona nokkuð sé ekki hægt láta líðast ár eftir ár. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur tekur undir þetta og segir þá sem voru að störfum nóttina eftir að dagskrá menningarnætur lauk hafi verið óttaslegna. Hún undirstrikar að menningarnóttin sjálf sé frábær viðburður. "Undanfarin fimm ár hef ég verið með sjálfboðaliða við leitarstörf í miðborginni eftir miðnætti. Þar hefir orðið mjög hröð og vond breyting. Þetta hefur orðið fylleríisnótt sumarsins. Við sjáum og skynjum mikið fyllerí fólks á öllum aldri, unglingafyllerí, fíkniefnaneyslu, spennuþrungið og hættulegt ástand." Jóna Hrönn segir, að hún og aðrir sjálfboðaliðar sem voru í bænum eftir miðnætti á menningarnótt fyrir fjórum árum hafi verið í "stórri lífshættu." Þá var eins og nóttin lenti skyndilega í herkví neikvæðra afla. Síðan hafi fjöldi þeirra sem hafi verið í neyslu áfengis og fíkniefna þessa nótt farið vaxandi frá ári til árs. "Við vorum að sjá unglinga niður í 14 til 15 ára aldur þvælast í miðborginni um miðja nótt," segir hún. "Þetta var hópur sem sést alla jafna ekki í miðborginni um nætur. Ég sá þarna unglinga sem ég þekki til og veit að vel er staðið að. Þau voru þarna alltof lengi - við alltof hættulegar aðstæður. Ef það er svona óskaplega spennandi að koma þessa nótt í miðborgina, þá verðum við foreldrarnir að fylgja með. Það er okkar hlutverk að vernda þau," segir Jóna Hrönn Bolladóttir.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira