Borgin leigir útilistaverk 25. ágúst 2005 00:01 Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira