Borgin leigir útilistaverk 25. ágúst 2005 00:01 Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Samþykkt var á fundi Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar í gær að fela Svanhildi Konráðsdóttur að semja við Sigurjón Sighvatsson um sýningarrétt á útilistaverkinu Blind Pavillion til tveggja ára. Þegar hefur verið gerð viljayfirlýsing um slíkan samning. Verkið, sem er í Viðey, er eftir Ólaf Elíasson. Forsenda samningsins er að Sigurjón kaupi verkið af Ólafi, en ekki er búið að ganga frá samningi þess efnis. Fyrir sýningarréttinn myndi Reykjavíkurborg borga eina milljón fyrir hvert ár, auk þess að greiða tryggingu fyrir verkið. Tryggingaverðið er metið á rúma sautján og hálfa milljón sem gæti verið helmingur af markaðsvirði. Sigurjón Sighvatsson segir að ef hann kaupi verkið af Ólafi, verði það óháð því hvort gerður verði samningur við Reykjavíkurborg. Það kom honum þó á óvart að þetta hafi verið rætt á fundinum, þar sem samningum er ekki lokið. "Þetta er ekki listaverk sem borgin myndi kaupa, nema með sérstakri fjárveitingu," segir Stefán Jón Hafstein, formaður Menningarmálaráðs. Hann segir að málið hafi borið nokkuð brátt að, þar sem búið var að ráða fólk til að taka verkið niður í næstu viku. "Þetta er gert af því að verkið er í Viðey, og okkur finnst mikilvægt að gera Viðey að menningarlegum áfangastað." Hann segir leiguverðið fyrir verkið ekki hátt, ef miðað er við aðra samstarfssamninga sem borgin hefur gert. Í gildi séu samningar við gallerí, þar sem Reykjavíkurborg greiði þeim eina til tvær milljónir á ári í styrki. Gísli Marteinn Baldursson, sem á sæti í ráðinu, segir að Sjálfstæðismenn hafi setið hjá við afgreiðslu málsins, ekki sé hægt að taka afstöðu til þess fyrr en þeir sjá samninginn. "Almennt séð væri það stefnubreyting að leigja listaverk af eigendum þeirra út í bæ og borga þeim meiri pening en við erum að borga listamönnum sem eiga verkin. Borgin þarf að fara varlega í því að borga kaupsýslumönnum út í bæ fyrir að sýna okkur listaverkin sem þeir hafa keypt þegar við erum á sama tíma að reyna að toga peninga út úr öðrum kaupsýslumönnum til að styrkja ýmsa listviðburði." Áslaug Thorlacius, sem situr sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu fyrir hönd listamanna segir að sér finnist slíkur samningum mjög sérstakur, ekki síst í ljósi þess að tillagan barst ekki á borð ráðsins í samræmi við þær reglur sem það hefur sett sér um að listastyrkir fari í gegn um fagráð.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira