Bloggóð þjóð 26. ágúst 2005 00:01 Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun