Innlent

Öll hækkunin afturkræf

Hækkunin hafði verið ráðgerð í þrepum og tók fyrsta þrepið gildi 1. júní. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, sem situr í hagsmunanefnd stúdentaráðs og stjórn stúdentaráðs, segir að ekki hafi fengist svör frá borginni um hvort hækkunin 1. júní muni ganga til baka. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi segist í samtali við Fréttablaðið líta svo á að samkvæmt samþykkt borgarráðs muni hækkunin 1. júní ganga til baka. "Gert var ráð fyrir því að þetta myndi kosta borgarsjóð 20 milljónir á þessu ári, því aðeins er um að ræða hálft árið, og 40 milljónir á því næsta þannig að ég lít svo á að þessi samþykkt eigi við um alla þessa hækkun, sem ráðgerð var í þrepum, og að hún gangi þá til baka," segir Alfreð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×