Alvarleg brotalöm á smyglrannsókn 30. ágúst 2005 00:01 "Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
"Með ólíkindum er að ákært hafi verið á grundvelli þessarra gagna," sagði Guðrún Sesselja Arnardóttir, verjandi Litháa sem ákærður er fyrir að smygla hingað brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum, alls 1,7 lítrum. Hún sagði í lokaávarpi sínu í Héraðsdómi Reykjaness í gær að ekki hefðu verið færðar fullar sönnur á að í flöskunum hafi í raun verið brennisteinssýra. Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sagði fyrir dómi að einungis hafi verið beðið um efnagreiningu með tilliti til fíkniefna, en engin slík hafi fundist í vökvanum. Hann sagði sterkar líkur til að efnið væri brennisteinssýra, en einungis voru framkvæmd tvö af fjórum prófum sem skorið hefðu úr um það með vissu. Fram kom að efnið væri nauðsynlegt við gerð amfetamínsúlfats, en væri einnig notað við framleiðslu fleiri fíkniefna. Þá kom fram að efnið er notað í margskonar iðnaði, við kennslu og á rafgeyma bíla. Litháinn neitar sök og kveðst hafa ætlað að hitta hér viðhald sitt. Hann segist hafa talið að í áfengi væri í flöskum, en þær hafi hann keypt á útimarkaði í Póllandi, í einu af fjölmörgum stoppum á 800 kílómetra ferðalagi með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hingað flaug hann frá Frankfurt mánudaginn 22. ágúst. Maðurinn var að koma í sína fjórðu ferð til landsins, en í hins skiptins segist hann bara hafa verið hér sem ferðamaður. Hann er 37 ára gamall og kvaðst eiga bæði eiginkonu og 12 ára dóttur í Litháen. Hann segir viðhaldið einnig vera frá Litháen, en hún mun vera gift öðrum, búsett í London. Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumanns sem sækir málið kvað ólíkindabrag á frásögn Litháans, óþarft væri að burðast hingað með áfengi um langan veg og ótrúlegt að landið yrði fyrir valinu fyrir ástarfund af þessu tagi. Svo væri sýran svo miklu þyngri en áfengið að maðurinn hefði tekið eftir því. "Þegar fólk er í framhjáhaldi er ekkert ótrúverðugt við að það hittist í þriðja landi," sagði hins vegar Guðrún Sesselja. Dómur verður upp kveðinn í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira