Hafi keypt flöskur í Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira