Höfuðpaur nýsloppinn úr varðhaldi 3. september 2005 00:01 Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Fimm ungir piltar voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í dag fyrir mannrán á Seltjarnarnesi í gær. Meintur höfuðpaur losnaði úr gæsluvarðhaldi vegna annarra mála í gær. Fimm menn komu að verslun Bónus á Seltjarnarnesi á bíl í gær. Þrír þeirra fóru inn og tóku þar starfsmann með sér og neyddu hann með sér út í bíl. Þar lokuðu þeir hann ífarangrusgeymslu bifreiðarinnar og óku á brott. Skammt þar frá höfðu þeir í hótunum við hann og segir fórnarlambið að byssa hafi verið notuð við þær hótanir. Maðurinn var síðan neyddur til að taka um 30 þúsund krónur af reikningi sínum og láta ræningjanna fá féð. Þetta gerðist um hábjartan dag og að sögn vitna tók þetta mjög fljótt af, eða um 20 sekúndur. Hópur viðskiptavina var í verlsuninni en enginn aðhafðist nokkuð þar sem fólk áttaði sig ekki á því hvað var á seyði. Reyndar virðist sem einhver í versluninni hafi áttað sig á að ekki var allt með felldu því einhver þeirra hringdi í lögregluna. Þegar frekari upplýsingar lágu fyrir var lögreglan orðin viss hverjir þarna voru að verki og voru þeir handteknir hver af öðrum. Þeir voru síðan leiddir fyrir dómara í dag, sem úrskurðaði þá alla í sex daga gæsluvarðhald. Reyndar er sá sem talinn er höfuðpaurinn í málinu nýlaus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vikum saman vegna auðgunarbrota. Hann hafði átt þátt í fjölda þjófnaða í vesturbæ Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi. Í gær hlaut hann síðan dóm fyrir þau mál og dróst gæsluvarðhaldið frá. Með dóminum voru forsendur fyrir frekari gæslu brostnar og honum því sleppt. Hann var hins vegar ekki búinn að ganga lengi laus þegar hann var handtekinn að nýju vegna mannránsins. Samkvæmt upplýsingum tengjast tveir bræðra hans þessum málum. Meintir brotamenn eru á aldrinum 16 til 26 ára, en sá sem rænt var er tæplega tvítugur. Unnið er að rannsókn á mannráninu og miðast hún að því að upplýsa þátt hvers og eins meints mannræningja í því.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira