Miklir annmarkar á ákærunum 6. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira