Áfall fyrir ákæruvaldið 6. september 2005 00:01 "Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
"Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira