Ákæruvaldið ávítað 7. september 2005 00:01 Gefið hefur á bátinn hjá Jóni H. Snorrasyni saksóknara í dómstólum síðustu daga. Síðast sendu dómendur í Baugsmálinu svokallaða, einhverju umfangsmesta máli sem embætti efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tekist á við, frá sér bréf þar sem bent er á að svo miklir annmarkar séu á fjölda ákæra í málinu að hætt sé við að þeim verði vísað frá dómi. Þá var fyrr í vikunni tekið fyrir í Héraðsdómi annað umfangsmikið mál á vegum Ríkislögreglustjóra, en það er málarekstur vegna fjölda fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlun. Þar er hluti ákæra einnig í uppnámi eftir að vart varð við villur í ákærunni sem er í mörgum liðum. Lögmaður sem blaðið talaði við sagði um svokallaða "copy/paste" villu að ræða, upplýsingar höfðu verið færðar inn í skjalið á rangan stað. Slíkar villur er alla jafna hægt að laga með framhaldsákæru, en hún er gefin út þegar í ljós koma augljósar innsláttarvillur, eða annað slíkt í ákærum. Lagaramminn til leiðréttinga með slíkum ákærum er hins vegar þröngur og meðal annars er útgáfu framhaldsákæra sett tímamörk, en þær þurfa að koma fram innan við þremur vikum eftir að bent er á mistökin. Saksóknara tókst ekki að halda sig innan þeirra tímamarka og því óvíst hvort dómurinn taki við framhaldsákærunni. Verði henni vísað frá getur verið að hluti ákæra í því máli sé ónýtur. Þá eru fleiri stór mál þar sem ákæruvaldið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sinna ekki rannsókn mála sem skyldi. Skemmst er að minnast stóra málverkafölsunarmálsins, en í maí í fyrra voru þeir Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson sýknaðir í Hæstarétti, en Héraðsdómur hafði árið áður dæmt báða í nokkurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar gagnrýndi þá að ekki skyldu kallaðir til óháðir sérfræðingar til að meta málverkin sem talin voru fölsuð, í stað þess að notast við sérfræðinga sem tengdust Listasafni Íslands, en það var einn kærenda í málinu. Sömuleiðis taldi Hæstiréttur slíka annmarka á rannsókn á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur, að því máli var vísað frá dómi í maí síðast liðnum. Eins sagði dómurinn að verknaðarlýsing í ákærunni hefði verið verulegum annmörkum háð. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47,6 milljóna króna. Gunnar Örn var hins vegar sýknaður í nóvember í fyrra af Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Sökum þess að máli Gunnars Arnar var vísað frá í Hæstarétti getur lögregla tekið það upp og hafið málarekstur að nýju. Ákvörðun um það hefur hins vegar ekki enn verið tekin, að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. "Það er Ríkislögreglustjóra að ákveða það," segir hann. "Það geta alltaf verið ágreiningsatriði hvað mál liggja vel fyrir," segir Bogi og rifjar upp að í málverkafölsunarmálinu hafi hæstaréttardómarar ekki verið sammála um niðurstöðuna. "Ýmis álitaefni geta komið upp, en alltaf er lögð mikil áhersla á að vanda sem best til verka. Það á náttúrlega enginn að ákæra fyrr en málið liggur þannig fyrir að unnt sé að taka slíka ákvörðun." Hann áréttar að það sem snúi að Ríkissaksóknaraembættinu sé fagleg hlið mála, en embættið sjái ekki um mannaráðningar eða mannahald hjá öðrum handhöfum ákæruvalds. "Sú hlið er sífellt til skoðunar og rædd reglulega á fundum hjá Ríkissaksóknara og menn sækja alls konar ráðstefnur og fundi á því sviði," segir hann, en bætir við að embættið hafi þó ekki tök á því að fara yfir öll mál sem fyrir dómstóla fara. "En stundum er samt spurst fyrir um, eða leitað skýringa á einhverjum atriðum," segir Bogi og áréttar að saksókn mála sé svið sem hafi nokkra sérstöðu enda sé málaflokkurinn erfiður. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gefið hefur á bátinn hjá Jóni H. Snorrasyni saksóknara í dómstólum síðustu daga. Síðast sendu dómendur í Baugsmálinu svokallaða, einhverju umfangsmesta máli sem embætti efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tekist á við, frá sér bréf þar sem bent er á að svo miklir annmarkar séu á fjölda ákæra í málinu að hætt sé við að þeim verði vísað frá dómi. Þá var fyrr í vikunni tekið fyrir í Héraðsdómi annað umfangsmikið mál á vegum Ríkislögreglustjóra, en það er málarekstur vegna fjölda fyrirtækja tengdum Frjálsri fjölmiðlun. Þar er hluti ákæra einnig í uppnámi eftir að vart varð við villur í ákærunni sem er í mörgum liðum. Lögmaður sem blaðið talaði við sagði um svokallaða "copy/paste" villu að ræða, upplýsingar höfðu verið færðar inn í skjalið á rangan stað. Slíkar villur er alla jafna hægt að laga með framhaldsákæru, en hún er gefin út þegar í ljós koma augljósar innsláttarvillur, eða annað slíkt í ákærum. Lagaramminn til leiðréttinga með slíkum ákærum er hins vegar þröngur og meðal annars er útgáfu framhaldsákæra sett tímamörk, en þær þurfa að koma fram innan við þremur vikum eftir að bent er á mistökin. Saksóknara tókst ekki að halda sig innan þeirra tímamarka og því óvíst hvort dómurinn taki við framhaldsákærunni. Verði henni vísað frá getur verið að hluti ákæra í því máli sé ónýtur. Þá eru fleiri stór mál þar sem ákæruvaldið hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að sinna ekki rannsókn mála sem skyldi. Skemmst er að minnast stóra málverkafölsunarmálsins, en í maí í fyrra voru þeir Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteinsson sýknaðir í Hæstarétti, en Héraðsdómur hafði árið áður dæmt báða í nokkurra mánaða skilorðsbundið fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar gagnrýndi þá að ekki skyldu kallaðir til óháðir sérfræðingar til að meta málverkin sem talin voru fölsuð, í stað þess að notast við sérfræðinga sem tengdust Listasafni Íslands, en það var einn kærenda í málinu. Sömuleiðis taldi Hæstiréttur slíka annmarka á rannsókn á meintum brotum Gunnars Arnar Kristjánssonar, fyrrum forstjóra SÍF og endurskoðanda Tryggingasjóðs lækna, á lögum um endurskoðendur, að því máli var vísað frá dómi í maí síðast liðnum. Eins sagði dómurinn að verknaðarlýsing í ákærunni hefði verið verulegum annmörkum háð. Gunnar Örn var ákærður fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem löggiltur endurskoðandi þegar Lárus Halldórsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Tryggingasjóðsins, dró sér tæpar 76 milljónir króna úr sjóðnum á tæpum áratug. Lárus var í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til endurgreiðslu tæplega 47,6 milljóna króna. Gunnar Örn var hins vegar sýknaður í nóvember í fyrra af Héraðsdómi Reykjavíkur og þeim dómi áfrýjaði ríkissaksóknari. Sökum þess að máli Gunnars Arnar var vísað frá í Hæstarétti getur lögregla tekið það upp og hafið málarekstur að nýju. Ákvörðun um það hefur hins vegar ekki enn verið tekin, að sögn Boga Nilssonar, ríkissaksóknara. "Það er Ríkislögreglustjóra að ákveða það," segir hann. "Það geta alltaf verið ágreiningsatriði hvað mál liggja vel fyrir," segir Bogi og rifjar upp að í málverkafölsunarmálinu hafi hæstaréttardómarar ekki verið sammála um niðurstöðuna. "Ýmis álitaefni geta komið upp, en alltaf er lögð mikil áhersla á að vanda sem best til verka. Það á náttúrlega enginn að ákæra fyrr en málið liggur þannig fyrir að unnt sé að taka slíka ákvörðun." Hann áréttar að það sem snúi að Ríkissaksóknaraembættinu sé fagleg hlið mála, en embættið sjái ekki um mannaráðningar eða mannahald hjá öðrum handhöfum ákæruvalds. "Sú hlið er sífellt til skoðunar og rædd reglulega á fundum hjá Ríkissaksóknara og menn sækja alls konar ráðstefnur og fundi á því sviði," segir hann, en bætir við að embættið hafi þó ekki tök á því að fara yfir öll mál sem fyrir dómstóla fara. "En stundum er samt spurst fyrir um, eða leitað skýringa á einhverjum atriðum," segir Bogi og áréttar að saksókn mála sé svið sem hafi nokkra sérstöðu enda sé málaflokkurinn erfiður.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira