Innlent

Enginn áfellisdómur

"Ég lít svo á að athugasemdir þær er dómendur hafa gert sé engin áfellisdómur yfir ákæruvaldinu enda vanda þeir til sinna verka," segir Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Eins og kunnugt er hafa dómendur í máli ríkisins gegn nokkrum af æðstu mönnum Baugs sett fram alvarlegar athugasemdir við málatilbúnað Jóns H. Snorrasonar, saksóknara og hans manna í málinu. Er ekki talið útilokað að átján af 40 ákæruliðum alls verði beinlínis vísað frá dómi vegna hroðvirknislegra vinnubragða. Saksóknari sjálfur er þeirra skoðunar að vel hafi verið vandað til rannsóknar málsins sem tók þrjú ár áður en ákærurnar voru lagðar fram og undir það tekur dómsmálaráðherra. "Ég tel af hinu góða að farið sé rækilega yfir þetta mál og ef einhver vafaatriði koma upp núna þá er það af hinu góða enda verður málið þá einfaldlega betur undirbúið til meðferðar þegar það hefst hjá dóminum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×