Bjarni og Árni styðja Þorgerði 11. september 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum. Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir virðist hafa yfirgnæfandi stuðning í þingliði sjálfstæðismanna til að verða varaformaður flokksins. Bæði Bjarni Benediktsson og Árni M. Mathiesen sem voru taldir líklegastir til að fara gegn henni hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við hana. Árni, sem skipaði fyrsta sæti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, lýsir yfir stuðningi við Þorgerði Katrínu sem var í fjórða sæti listans. Hann segist telja það best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að svara kröfum um meiri breidd í forystunni og þess vegna styðji hann hana. Þorgerður Katrín hefur skotist furðu fljótt upp á stjörnuhimininn í flokknum og fái hún næst valdamesta embættið þar er ljóst að það hlýtur að verða barátta um fyrsta sæti listans við næstu kosningar. Árni segist ekki óttast það og kveðst ekki sjá nein tengsl við það mál Bjarni Benediktsson skipaði fimmta sætið í suðvesturkjördæmi. Honum hefur einnig verið spáð miklum frama innan flokksins og margir áttu von á því að hann gæfi kost á sér sem varaformaður. Hann kveðst hafa tekið sér nokkra daga til að íhuga stöðuna vegna orða málsmetandi manna en hann sé eftir sem áður á þeirri skoðun að hann eigi ekki að gefa kost á sér þar sem það sé ekki tímabært. Aðspurður hverjir séu hinir „málsmetandi menn“ segir Bjarni það vera almenna stuðningsmenn sem hafi haft samband. Og Bjarni styður einnig Þorgerði Katrínu en kveðst þó fagna því að Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, skuli bjóða sig fram gegn henni því hann hlakki til að sjá Kristján blanda sér í landsmálin. Bjarni telur þó embættið standa nær Þorgerði eins og sakir standi. Bjarni segist ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti við hrókeringarnar sem áttu sér stað í kjölfar þess að Davíð Oddsson hættir í stjórnmálum, enda hafi hann aðeins verið tvö ár í stjórnmálum.
Fréttir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira