Innlent

Má ekki dreifa Enska boltanum einn

Íslenska sjónvarpsfélagið braut gegn ákvörðun samkeppnisráðs frá því í vor með því að neita að afhenda Íslandsmiðli og Tengi hf. sjónvarpsmerki Enska boltans samkvæmt bráðabrigðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Landssíminn hefur því ekki einkarétt til þess að dreifa Enska boltanum í fjarskiptakerfum fyrirtækisins. Íslenska sjónvarpsfélaginu ber því þegar í stað að afhenda sjónvarpsmerki Enska boltans til þeirra fyrirtækja sem þess óska og uppfylla kröfur sem Íslenska sjónvarpsfélaginu er heimilt að gera. Í vikunni er að vænta niðurstöðu Samkeppnisyfirlitsins vegna kröfu Og fjarskipta um endurskoðun á ávörðuninni frá því í vor en hún snýr að hluta að þessu sama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×