Greiða kostnað vegna kynsjúkdóma 12. september 2005 00:01 Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Veikist íslenskir sjómenn af klamidíu, sárasótt, lekanda, herpes eða öðrum kynsjúkdómum er það skráð í lög að sameiginlegir sjóðir landsmanna skuli greiða ferða- og sjúkrakostnað þeirra. Kynsjúkdómur sjómanns í útlöndum er þannig ekkert einkamál hans heldur mál allra skattborgara. Ekki er vitað til að aðrar stéttir njóti slíkra sérkjara. Í Sjómannalögum segir að ef skipverji, sem er heimilisfastur á Íslandi, sé haldinn berklum eða kynsjúkdómi greiði ríkissjóður kostnað við umönnun og heimferð skipverjans. Sjómennskan er ekkert grín og hafa sjómannsins ástir og ævintýr orðið mörgum yrkisefni og einhverra hluta vegna er í því sambandi iðulega minnst á kærustur í hverri höfn. Erfitt er að segja til um hvort umrætt lagaákvæði hafa eitthvað með þá þjóðsögu að gera að sjómenn séu fjölþreifnari en til dæmis tannlæknar eða kennarar. Að sögn Helga Jóhannessonar, lögfræðings hjá Siglingastofnun, er þetta gamalt lagaákvæði, tekið beint úr dönskum lögum þar sem það er enn í gildi líkt og hér og svo hefur verið a.m.k frá því á fyrri hluta síðustu aldar. Það er á huldu af hverju kynsjúkdómar eru tilteknir sérstaklega, en Helgi segist geta sér til um að það sé vegna þess að á árum áður hafi kynsjúkdómar grasserað og dregið menn til dauða. Minnugustu menn segjast ekki muna til þess að á þetta lagaákvæði hafi reynt og litlar líkur eru á að það verði í bráð. Það á eingöngu við um sjómenn á íslenskum skipum sem orðin eru fá í alþjóðasiglingum. Til dæmis er allur floti Eimskipa og Samskipa skráður erlendis. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort jafnræðisregla stjórnsýslulaga sem kveður á um að óheimilit sé að mismuna aðilum við úrlausn mála, meðal annars á grundvelli þjóðfélagsstöðu, geri það að verkum að það sama gildi um alla Íslendinga sem næla sér í kynsjúkdóm í útlöndum. Hvort ríkissjóði beri ekki að greiða kostnað við umönnun þeirra og ferðina heim. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er það þó ekki svo gott. Aðstoðarmaður ráðherra segir að um sérlög sé að ræða sem eingöngu taki til sjómanna líkt og ákvæði um sjómannaafslátt sem ekki verða túlkuð yfir aðrar stéttir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira